Já það verður örugglega fínn róður í fyrramálið en betra að hafa klósettpappír með sér
Ég fór Viðeyjarhring í morgun á sléttum sjó, fyrst í tunglsljósi og svo móti morgunroðanum. Það var hásjávað og íshröngl á Eiðinu eftir stórsraumsflóð síðustu daga. Þessir ísbitar voru um 10-15 cm þykkir en ísinn við Þórsnes er nær 1-2 cm. Það var þó heldur mikið, ég reri með erfiðismunum milli Drápsness og Þórsness en dró svo kajakinn í fjörunni austur fyrir Sundbakka og ísiflákinn náði langleiðina að bryggjunni við Gufunes.
Þetta er þó þokkalega fært ef róið er í lest og skipt um fremsta ræðara af og til.