Veðurlag við Geldinganes

15 jan 2018 20:56 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Veðurlag við Geldinganes
Já en hljómar soldið eins og að Örlygur hafi skrifað róðrarskýrsluna

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jan 2018 17:36 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Veðurlag við Geldinganes
Öll er þessi frásögn skemmtileg og sögð af íþrótt mikilli.
Nokkur orð kann að þurfa að skýra fyrir nútíma kynslóð.

Ein setning má vel vera við hæfi um nokkra róðra okkar félaga:

"En með því að skip var gott en heldur menn í röskvara lagi þá náðu þeir Hvalshaushólm."

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jan 2018 16:37 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Veðurlag við Geldinganes
því miður var youtube ekki komið þegar Grettir var uppá sitt besta. En gaman hefði verið að eiga þetta á filmu:
Þá spurði Grettir hvort þeir vildu heldur leggja út uxann eða halda skipinu því að brim nokkuð var við eyna. Þeir báðu hann halda skipinu. Hann stóð við mitt skipið á það borð er frá landi horfði, tók honum sjórinn undir herðablöðin, og hélt svo að hvergi sveif. Þorgeir tók upp uxann aftan en Þormóður framan og hófu svo út í skipið, settust síðan til róðrar. Reri Þormóður í hálsi en Þorgeir í fyrirrúmi en Grettir í skut og héldu inn á flóann. Og er þeir komu inn fyrir Hafraklett styrmdi þá að þeim.

Þá mælti Þorgeir: "Frýr nú skuturinn skriðar."

Grettir mælti: "Eigi skal skuturinn eftir liggja ef allvel er róið í fram."

Þorgeir féll þá svo fast á árar að af gengu báðir háirnir.

Þá mælti hann: "Legg þú til Grettir meðan að eg bæti að háunum."

Grettir dró þá fast árarnar meðan Þorgeir bætti að háunum. En er Þorgeir tók að róa höfðu svo lúist árarnar að Grettir hristi þær í sundur á borðinu. Þormóður kvað betra að róa minna og brjóta ekki. Grettir þreif erði tvö er lágu í skipinu og rak borur stórar á borðstokkunum og reri svo sterklega að brakaði í hverju tré. En með því að skip var gott en heldur menn í röskvara lagi þá náðu þeir Hvalshaushólm.

Grettir spyr hvort þeir vildu heldur fara heim með uxann eða setja upp skipið. Þeir kjöru heldur að setja upp skipið og settu þeir upp með öllum sjónum þeim sem í var og jöklinum en það var mjög sýlt. En Grettir leiddi uxann og var hann mjög stirður í böndunum en allfeitur. Varð honum mjög mætt. En þá er hann kom neðan hjá Tittlingsstöðum þraut uxann gönguna.

Þeir fóstbræður gengu til húss því að hvorigir vildu veita öðrum að sínu hlutverki. Þorgils spyr að Gretti en þeir sögðu hvar þeir höfðu skilið. Hann sendi þá menn á móti honum og er þeir komu ofan undir Hellishóla sáu þeir hvar maður fór í móti þeim og hafði naut á baki og var þar kominn Grettir og bar þá uxann. Undruðust þá allir hversu mikið hann gat orkað. Lék Þorgeiri næsta öfund á um afl Grettis.

Það var einn dag nokkuð eftir jól að Grettir fór í laug einn saman.

Þorgeir vissi það og mælti við Þormóð: "Förum við til og vitum hversu Gretti bregður við ef eg ræð á hann, þá er hann fer frá lauginni."

"Ekki er mér um það," sagði Þormóður, "og muntu ekki gott fá af honum."

"Fara vil eg þó," sagði Þorgeir.

Snýr hann nú ofan á brekkuna og bar hátt öxina.

Grettir gekk þá neðan frá lauginni og er þeir fundust mælti Þorgeir: "Er það satt Grettir," sagði hann, "að þú hefir það mælt að þú skyldir aldrei renna fyrir einum?"

"Eigi veit eg það svo víst," sagði Grettir, "en skammt hefi eg fyrir þér runnið," kvað Grettir.

Þorgeir reiddi þá upp öxina. Í því hljóp Grettir undir Þorgeir og færði hann niður allmikið fall.

Þorgeir mælti þá til Þormóðar: "Skaltu standa hjá er fjandi sjá drepur mig undir sér?"

Þormóður þreif þá í fætur Gretti og ætlaði að draga hann ofan af Þorgeiri og fékk ekki að gert. Hann var gyrður saxi og ætlaði að bregða. Þá kom Þorgils bóndi að og bað þá vera spaka og fást ekki við Gretti. Þeir gerðu svo og sneru þessu í gaman. Ekki áttust þeir fleira við svo að getið sé. Þótti mönnum Þorgils mikla gæfu til hafa borið að stilla slíka ofstopamenn. En er vora tók fóru þeir á burt allir.

Grettir fór inn til Þorskafjarðar. Var hann spurður að hversu honum hefði líkað vistargerðin eða veturvistin á Reykjahólum.

Hann svarar: "Þar hefi eg svo verið að eg hefi jafnan mínum mat orðið fegnastur þá er eg náði honum."

Fór hann síðan vestur yfir heiðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jan 2018 16:13 - 15 jan 2018 16:13 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Veðurlag við Geldinganes
Kayakklúbburinn mismunar ekki konum og körlum. Þetta er bara saga frá liðnum tíma!
Að sjálfsögðu mundum við setja jafnt karla sem konur í kjölsogið. :unsure:

Að öllu gamni slepptu þá er hér frásögn tengd Grettisgjá í Ólafseyjum sem er áhugaverð:
Nokkuð brim var við eyna og tók Grettir að sér að halda skipinu við land meðan félagar hans hófu uxa út í.
Hann stóð við mitt skipið á það borð er frá landi horfði, tók honum sjórinn undir herðablöðin og hélt svo að hvergi sveif.

Þetta eigum við að gera er við stígum út í brimlendingu, hafa kajakinn milli okkar og lands, annars verðum við undir í næsta broti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jan 2018 22:19 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Veðurlag við Geldinganes
Þetta verður æft í næsta brimi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jan 2018 21:35 - 14 jan 2018 21:37 #6 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Veðurlag við Geldinganes
Ingi kann betur að greina frá því en ég minnist sögu í Árbók FÍ (bls. 213, 1989) sem byggir á sama úrræði:
Jóhannes í Bjarneyjum, orðlagður sægarpur, var á heimleið frá kirkju í Flatey er norðan ofsaverður brast á.Hann lét kvenfólkið leggjast í kjalsogið en karlmennina seilaði hann út. Hann batt þá utan á kulborðssíðu bátsins þannig að þeir sneru baki í veður og öldu. Þannig var siglt suður yfir Bjarneyjarflóa um 8-9 km leið.
Nú er spurning hvort við getum haft þennan háttinn á ef í harðbakkann slær.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jan 2018 20:53 - 14 jan 2018 20:53 #7 by Orsi
Replied by Orsi on topic Veðurlag við Geldinganes
Hvernig leystu sjómennirnir vandann við lendingar? Þetta var farið að verða áhugavert. Komdu með þetta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jan 2018 14:51 #8 by Ingi
Replied by Ingi on topic Veðurlag við Geldinganes
Það er rétt athugað hjá þér Gísli að brimlendingar eru ekki mikið æfðar. En ég verð að benda þér á að kayak er fyrirbæri sem á uppruna sinn á norðlægum slóðum. Miklu norðar en hér. Hvað segir það? Jú þetta eru veiðitæki sem voru ætluð til að elta og ná sel og smáhvölum eins og náhveli og svoleiðis dýrum.

Inúitar höfðu ekki mikinn áhuga á brimi en ef skoðað er hvernig kayakinn hefur þróast þá er hann ekki eins á suður Grænlandi og svo norðar í landinu. Baidarka kayakarnir sem eiga sinn uppruna á Aleutan eyjaklasanum eru öðrvísi og henta kannski betur í brimi og öldugangi. Inúítar kunnu sennilega ekki að synda svo að þeir urðu að geta bjargað sér með því að velta sér upp aftur ef þeim hvofldi og þurftu að kunna ýmis trix ef þeim tókst að skutla rostung tildæmis. Það er keppt í svona þrautum í Grænlandsmeistarmótinu á hverju ári.
Við hér á Íslandi þurfum að laga okkur að þeim aðstæðum sem hér eru og þá koma þessar brimlendingar inn í dæmið. Við áttum samtal um daginn um það hvernig árabátasjómenn fóru að þegar brimið var að stríða þeim á suðurströndinni og þeir kunnu frábæra lausn á vandamálinu og það væri ekki úr vegi að þróa þá aðferð með sjókayak í huga.

kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jan 2018 12:53 - 14 jan 2018 12:55 #9 by Gíslihf
Flestu eigum við misgóðar minningar um erfiðan lokaróður inn Eiðsvíkina móti austanátt. Sú reynsla kemur heim og saman við veðurathuganir.
Eitt dæmi er nú í morgun þegar blásið hefur úr suðaustri við Geldinganes meðan vindur yfir Reykjavík hefur verið úr suðvestri. Sjá meðfylgjandi skjáskot.

Einnig má sjá "vindrós" frá Veðurstofu sem sýnir að tíðasta vindátt við Geldinganes er austanátt (25%) og tíðni austan- eða suðaustanvinda samanlagt er um 50 % yfir árið að meðaltali.

Við erum með frábært róðrasvæði og fáum góða þjálfun í vindi, en vantar öldur og brimlendingar.



Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum