Við Örlygur rerum æfingaspotta í dag, út að austan móti vindi, um Þerneyjarsund, vestur fyrir Lundey undan vindi og Eiðsvíkina til baka.
Ætla mætti að áhrif austanáttar væri lítil þegar upp er staðið, á móti, með og á móti. Ef vindakortið er skoðað sést að meðvindurinn var mun sterkari en mótvindurinn. Þannig má segja að við höfum verið í eins konar vindvél og virkjað vindinn.