Að virkja vindinn

24 jan 2018 17:41 - 24 jan 2018 17:54 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Að virkja vindinn
Mikill heiður að fara í einkaróður með Gísla í þriðjudagsróðri, sjálfum upphafsmanni þriðjudagsróðrana en þetta fyrirbætri á 10 ára afmæli á næsta ári. Þriðjudagsróðrarnir fæddust í aðdraganda hringferðar kallsins. Sbr. það sem stendur í bók hans: "Ég nefndi í heita pottinum, eftir sundlaugaræfingu klúbbsins, að það þyrfti meiri þjálfun en hina vikulegu félagsróðra. Hugmyndin væri að æfa meira þrek t.d. á þriðjudögum eða miðvikudögum." (bls 15)

Og ennfremur: "Þessir vikulegu róðrar frá áramótum (2009) voru afar gagnlegir til að byggja upp meira þrek. Oft var róið í samfellt tvo tíma af öllum kröftum eins og um keppni væri að ræða og veður og sjólag voru oft erfið." (bls 15).


Ef einhver hefur ekki lesið bók Gísla Á sjókeip kringum landið, þá um að gera að drífa í því.


Og ég ætla að koma með tillögu á næsta aðalfundi að nefnd verði skipuð sem undirbúi á þessu ári afmælisróður snemma í janúar 2019. Og ég býð mig fram til formennsku í nefndinni. Varaformennsku til vara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jan 2018 20:55 - 23 jan 2018 20:57 #2 by Gíslihf
Að virkja vindinn was created by Gíslihf
Við Örlygur rerum æfingaspotta í dag, út að austan móti vindi, um Þerneyjarsund, vestur fyrir Lundey undan vindi og Eiðsvíkina til baka.
Ætla mætti að áhrif austanáttar væri lítil þegar upp er staðið, á móti, með og á móti. Ef vindakortið er skoðað sést að meðvindurinn var mun sterkari en mótvindurinn. Þannig má segja að við höfum verið í eins konar vindvél og virkjað vindinn.

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum