félagsróður 03. feb

03 feb 2018 17:00 - 03 feb 2018 17:03 #1 by Larus
Replied by Larus on topic félagsróður 03. feb
Sjö drengir og Kolbrún mætti i morgun til að róa, Gísli H.F. kom og heilsaði uppá okkur, það var strekkingur og alda vestanmegin en ekkert sem þvældist fyrir hópnum, enda flestir stjörnum prýddir reynsluboltar. Ekki voru skipaðir menn i embætti en hópurinn var brýndur til að huga að öllum hópnum allann tímann og ekki gleyma sér i einhverju rugli og láta hópinn lengjast endalalaust eins og því miður vill gerast hjá okkur.
Puðið á móti vindi vestan megin gekk vel, svo sem ekki neinn ofsa hraði á hópnum enda talsverður vindur og alda, vestan við Geldinganesið náðu öldurnar sér upp í alvöru stærðir sem þó brotnuðu ekki þannig að ekki stafaði hætta af og norðanmegin fengum við svo ölduna með okkur.
Æfingin sem lagt var af stað með, það að við værum að ferðast sem hópur með mismunandi getu tókst mjög vel, þegar öldurnar voru sem mestar þétti hópurinn sig og fylgdust með hvor öðrum og þess á milli var hugað að þéttingu hópsins með reglulegu millibili, virkilega vel og fagmannlega gert,
Við öxl svokallaða austast við Geldinganes, þar sem Gummi Breiðdal fór úr axlarlið um árið fengum við eina mjög stóra og óvænta öldu i bakið en sem betur fer voru menn vakandi og gátu aðvarað hópinn þannig að enginn fór á sund en það var ansi þétt á milli manna uppí á öldunni.

Auk Kollu réru Sveinn Möller, Sveinn Axel, Gummi Breiðdal, Gunnar Ingi, Össur og undirritaður

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 feb 2018 13:40 #2 by Larus
félagsróður 03. feb was created by Larus
róður eins og vanaleg
- allir klárir kl. 10.00

stefni á hóflegan túr - Geldinganes eða álíka

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum