Mæting var meiri en ég átti von á, Gísli Karls, Lárus, Jón Kristinn, Harpa, Silja, Sveinn M., Þormar, Jón Gunnar og e.t.v. fleiri þó að nöfnin birtist ekki í huga mér. Svo voru þarna 3 stelpur sem fengu einn bát og ég setti þeim fyrir smá verkefni, eins og að róa til hliðar og draga sundmann.
Mér þótti gott að sjá fólk vinna vel við æfingar, sumir að reyna eitthvað nýtt og að sýna framfarir í veltu- og áratækni.
Vaktstjóri sagði mér að einhverjir hafi komið kl. 16 og spurt eftir æfingu en orðið frá að hverfa.