Róður á Jökulsárlóni.

08 feb 2018 07:49 - 08 feb 2018 07:49 #1 by Sveinn Muller
Ég réri á lóninu fyrir 2 árum. Mætti á svæðið og lét vita af mér. Forðast að vera nálægt stóru jökunum, þeir snúast reglulega, talsverð umferð bílabáta, en auðvelt að finna svæði sem þeir eru ekki á.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 feb 2018 14:26 #2 by Jói Kojak
Veit um fullt af straumkajakfólki sem hefur róið um lónið vandræðalaust, að því ég best veit.

Get ekki séð að landeigendur hafi eitthvað um þetta að segja. Gilda ekki vatnalögin þarna?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2018 22:46 #3 by eirikur.sigurds
Takk fyrir þessi gagnlegu og frábæru svör.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2018 18:50 #4 by Guðni Páll
Þetta er allt rétt hjá Svenna. En þegar ég var þarna á ferð þá heyrði ég eitthvað af því að landeigendur væru ekki hrifnir af því. En síðan þá hefur margt breyst, ég veit um mörg dæmi þar sem kayak fólk hefur róið þarna og ekki ennþá lent í vandræðum. Annars er annað lón þarna aðeins sunnar (Líklega Fjallsárlón) sem er ennþá betra og vinsælla hjá kayakfólki minni umferð báta og ekki eins mikill straumur.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2018 12:38 #5 by SAS
Replied by SAS on topic Róður á Jökulsárlóni.
Hef ekkert séð um róðrarbann á Jökulsárlóni.

Það er töluverður straumir í lóninu, sérstaklega næst útfallinu. Boðaföll/öldur eru algengar þegar hrinur úr stálinu eða þegar einstaka jöklar snúa sér, þ.a. ekki er verra að hafa veltuna á hreinu. Þá er töluverð bátaferð á lóninu og örugglega einhverjir heimaríkir hundar sem vilja sitja einir að svæðinu.

Hef sjálfur ekki róið þarna...

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 feb 2018 22:05 #6 by eirikur.sigurds
Fékk fyrirspurn frá erlendum kayakræðara um róður á Jökulsárlóni. Er almenningi leyfilegt að róa þar? Er róður þar innan ásættanlegra hættumarka eða fáránlegt hættuspil? Ég þekki lónið ekkert og því leita ég ráða um hvernig þessu skal svarað.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum