Kayakklúbburinn, Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Landvernd kærðu málsmeðferð. Ég sakna þarna ferðaþjónustuaðila (Drumbó) og Keilis sem menntar ævintýraleiðsögumenn.
Því miður lítur ekki út fyrir að hlustað verði á rök um önnur verðmæti náttúrunnar en vatnsorkuna og hver á náttúru og auðlindir landsins þegar grannt er skoðað?
Nú hefur heyrst að verið sé að semja um sérstakar mótvægisaðgerðir fyrir straumræðara og er það áhugavert. Ég vil geta litið á að sem varnarsigur, fremur en stuðning við að raska náttúrunni. Númer eitt er að standa á grunnviðhorfum, á eftir kemur svo að fá það besta út úr stöðunni sem blasir við.