Næturróður III

15 mar 2018 11:30 - 15 mar 2018 19:01 #1 by Gíslihf
Orsi fær hrós mánaðarins fyrir þetta verkefni. Færni í næturróðri er fyrir lengra komna og leiðsögumenn, en allir ræðarar geta lent í myrkri þótt sú hafi ekki verið ætlunin og þá er gott að hafa æft sig.
Einnig má hrósa öðrum fyrir að vera heima í þessu veðri - í myrkri, 5-6 gömlum vindstigum og íshröngli.
Þetta skilti á uppdrættinum, var þar hæsti toppurinn á leiðinni?

Vonandi verður skárra veður í lokaróðri og einhverjir sem sofa út úti í eyju.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2018 23:08 - 28 mar 2018 08:57 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrur III
Næturróður II afstaðinn. Einn bátur á sjó. Röri austrí Leirvogsátt með útúrdúrum. 6,5 km höfðust upp úr krafsinu. Fínt mál.

Aðstæður: A-8 msek. Vindalda, hvítt í báru hér og hvar. Sea state 2 ( 0.1 to 0.5 m). Aðalbrasið var samt bátaburðurinn niður í fjöru. Það var léttir að komast á flot eftir klaufaganginn með bátinn á herðunum/fanginu/réttstöðu....það var allt reynt.

Og Næturróður III er síðan 29. mars og þá tjaldað í eyju á sundum. Haldið verður áfram lestri Moby Dick á kvöldvökunni. Það má fara að hlakka til þess. :silly:

www.facebook.com/100011286992516/videos/.../?id=100011286992516

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2018 10:12 - 27 mar 2018 15:17 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður III
Næturróður II 14. mars.. Munið orkukubb.
Mæting kl. 20. Ath. þennan breytta mætingartíma. Þetta er bara vegna óviðráðanlegra....ekki vegna veðurs. Það verður hvort eð er rok og rigning.
Þannig að krefjandi verður þessi næturróður. Nú er á ábyrgð þátttakenda að meta hvort þetta sé við hæfi þeirra.
-Nefndin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 mar 2018 00:33 - 10 mar 2018 17:10 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2018
Næturróður I að baki. Fjórir bátar á sjó. 5 stiga frost og stilla. Rörum inn fyrir Gullinbrú og vorum farin að ísbrjótast síðasta kaflann og hættum þegar nóg var komið að því gamni. Skráðum 9 km í Sveinsbók. Frábær upplifun þetta.
Næturróður II er að viku liðinni á sama tíma.
Þessi röru:
Emma
Unnur
Guðni P
Orsi

www.relive.cc/view/1441661602
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2018 10:58 #5 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Næturróðrar 2018
Ljósin fást td í GG Sjósport og kosta lítið sem ekkert

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2018 07:57 #6 by Efml
Replied by Efml on topic Næturróðrar 2018
Takk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2018 22:12 #7 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2018
Róðrarljós, rautt blikkandi á vesti eða/og bátnum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2018 09:53 #8 by Efml
Replied by Efml on topic Næturróðrar 2018
Sæl,
Spurning frá nýliða varðandi róðrarljós í næturróðri - erum við að tala um ljós á kajak eða á vesti?
Er eitt ljós nog?

Takk og bk!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 feb 2018 21:59 - 28 mar 2018 08:58 #9 by Orsi
Næturróður III was created by Orsi
Sjö bátar á sjó nú í eftirmiðdaginn, í mismunandi vegalengdum. Stórkostlegt veður. Frábært mál.

Og Næturróður I er eftir slétta viku. Og svo tökum við þetta af krafti og ljúkum essu í lok mars. Toppmál frá toppi til táar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum