Hreinsum Ísland.is

04 sep 2018 21:37 - 04 sep 2018 21:43 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hreinsum Ísland.is
Það var afgreiðslumaður í Býkó sem lét þetta hljómfagra orð útúr sér þegar vinnufélagi minn fór að kaupa pundara um daginn. Mér þótti þetta gott orð. Og pottþétt dregið af þýska orðinu.
En við Gummi B tókum ágæta þriðjudagsæfingu og hreinsuðum plast úr Viðey á heimleiðinni sem við vigtuðum með ristlingnum víðfræga. 2,5 kg urðu það.
www.relive.cc/view/1819438968

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2018 13:45 - 04 sep 2018 13:47 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hreinsum Ísland.is
Vel gert og spurning hvað ég get gert þegar iljar mínar fælast grýttar fjörur. En hér er annað efni:

Við erum báðir áhugamenn um íslenskt mál. Hvað er ristlingur? Líklega smækkunarform af orðinu reisla (reizla) sem var málmstöng með lóði á öðrum enda, upphengi eða handfangi til að halda stönginni uppi og krók í fjarri enda til að hengja í það sem vega átti. Þegar allt var í jafnvægi og vogarstöngin lárétt mátti lesa þyngdina af stönginni, venjulega í haki (skerðing) sem krókurinnn sat í. Ljósmæður notuðu svipaðar smábarnavogir til skamms tíma, barnið bundið í bleyju, líkt og við sjáum á gömlum storkamyndum.

Pundarar í dag eru líklega oftast með gormi sem byrðin teygir á og er þyngdin lesin af við vísi sem færist niður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2018 12:04 - 04 sep 2018 12:07 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hreinsum Ísland.is
Landvernd var hæstánægt með klúbbinn og sagði mjög gagnlegt að fá upplýsingar um það sem fjarlægt var. Þetta verður sett inn á kort Landverndar og ég miðla því þegar það er tilbúið. Gott mál.

Auðvitað lýkur þessu ekki hér. Umhverfisbókin er enn á sínum stað og pundarinn góði (ristlingur öðru nafni). Það er um að gera að vigta og skrá í bókina ef við erum í hreinsunargírnum. Við erum í algerri sérstöðu með þekkingu á plastmenguðum svæðum á helstu róðrarsvæðunum - að ekki sé talað um getu til að hreinsa þau þar sem þau eru trauðla aðgengileg nema frá sjó.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2018 19:19 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hreinsum Ísland.is
Flott er. 937 kíló af rusli. Sendi Landvernd þessa samtölu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2018 12:16 #5 by Þormar
Replied by Þormar on topic Hreinsum Ísland.is
Eigum við ekki að segja femm kíló.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2018 23:15 - 28 ágú 2018 23:30 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hreinsum Ísland.is
Það eru komin 931,6 kg af rusli á land. Næstkomandi föstudag, 31. ágúst, skilar klúbburinn Landvernd niðurstöðu af umhverfisátakinu Hreinsum Ísland. Þetta átak hefur verið frábært og gaman að sjá ræðara leggja sitt af mörkum í baráttunni við plastmengun í hafi. Vera má að einhverjir hafi hreinsað í róðrum án þess að skrá það í bókina. Þormarsson var öflugur (getiði skotið á magnið feðgar?)
Og fleiri?

Þetta hafðist upp úr krafsinu í dag. 24 kg af plasti.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 maí 2018 10:29 #7 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Hreinsum Ísland.is
Hérna er mynd af haugnum.

Alveg ótrúlegt, svo var líka fullt skottið á Volvo jeppanum hans Orsa.

Gummi
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2018 23:20 #8 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hreinsum Ísland.is
Það eru komin 790 kg af rusli á land og þá er ekki talið með hreinsunin hjá Gumma. (Fáum vonandi upplýsingar um það til að hægt sé að skrá í umhverfisbókina).

Höldum áfram. Þetta er brýnt málefni. Berjumst gegn plastmengun í hafi, á þarfasta þjóninum, sjálfum kayaknum. Mörg þessara svæða eru vart aðgengileg nema frá sjó og þar erum við eina vonin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 maí 2018 00:39 #9 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic Hreinsum Ísland.is
m.facebook.com/story.php?story_fbid=1015...19864&id=63465984863

Starfsmenn arctic tóku plokkdag um daginn. Við vorum tvö á kayak, 5 kafarar og múgur af landkröbbum sem plokkuðum við sundagarða. Ágætur dagur það.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2018 00:33 - 12 maí 2018 00:35 #10 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hreinsum Ísland.is
Kaðlahraukurinn vestan við gámana verður fjarlægður strax e. helgi. Vandinn við kaðladræsurnar sem dregnar eru að landi, er að Sorpa tekur hreinlega ekki á móti þessu - nema móttökustöðin í Gufunesi - og þar kostar um 1600 kall að losa sig við t.d. 70 kg af kaðladræsum. o.s.frv.

Þannig að ef við ráðumst á fornar dræsur í fjörum, þá þarf að hafa þetta í huga. Best er að láta hverfastöð sækja þetta út í Gnesið. Starfsstöðin í Jafnaseli sér um þetta svæði. Þeir eru eldfljótir að sækja dót. Hef góða reynslu af þeim.

Og höldum áfram hreinsunarstarfinu. Frábært að sjá plastmengun í hafi minnka með samstilltu átaki kayakfélaga.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2018 14:09 - 08 apr 2018 14:13 #11 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hreinsum Ísland.is
Jæja, fyrsta blaðsíðan í umhverfisbókinni að verða búin. Bara í gær voru rúm HUNDRAÐ KÍLÓ dregin að landi! Gunnar Ingi, Gummi B og Guðni Páll hafa kaffað sig upp í þetta dæmi. Til hamingju. B)

Og Hörður með tíu kg.


Og höldum áfram að hreinsa land vort. Munar um hvert gramm sem fjarlægt er úr sjó eða fjöru.
Attachments:
The following user(s) said Thank You: torfih

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 apr 2018 23:27 #12 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hreinsum Ísland.is
Verndari lands og náttúru dregur góðan afla að landi. Góður!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 apr 2018 23:09 - 05 apr 2018 23:10 #13 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Hreinsum Ísland.is
Lagði til 30 mín í smá tiltekt núna í kvöld.
Ótrúlegt magn af rusli og aðalega plasti á okkar svæði.


Kv Guðni
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 mar 2018 10:45 #14 by Hordurk
Replied by Hordurk on topic Hreinsum Ísland.is
Ég verð með,
myndin af kajaknum er fín fyrirmynd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 mar 2018 15:02 - 26 mar 2018 15:36 #15 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hreinsum Ísland.is
Ekki spyr maðr að öðru sinni. Það eru allir með það á hreinu að það þarf ekkert að mæta sérstaklega þennan 30. ágúst. Sú dagsetning er bara að forminu til. Ég sendi Landvernd línu um að "jafnt og þétt í sumar" sé mun raunhæfara fyrirkomulag fyrir svona félagsskap og þau eru mjög ánægð með það.

Skráningar í umhverfisbókina ættu heldur ekki að rugla neinn í ríminu. Það má skrá fjölda stk. í staðinn fyrir þyngd ef aflinn er svo léttur að hann nær varla máli. Þetta verður bara gaman. Hlakka til.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum