Tveir bátar á sjó. Við sjósettum kl. 22:26 i gær ok rörum í hrokablíðu og eggsléttum sjó í Engey. Fullt tungl og varla ský á himni. Sjósettum síðan í morgun kl. 10:36 og hittum félagsróður við Viðey, hvar við urðum vitni að því er félagsróðurinn var að hreinsa Ísland; 50 kg netadræsa dregin úr klettóttri fjöru milli sandanna og hef ég ekki séð annað eins uppsett afl á vettvangi kayakmennsku við að vernda náttúru vora gegn plastmengun í hafi. Innilega til hamingju með þetta afrek.
En að næturróðri III...hann röru Kiddi ok ek.
Takk fyrir þessa seríu, næsta verður í haust. Nefndin.
Þetta vidjó svindlar á mér; sýnir skringilega landgöngu norðan Engeyjar. Litli maðurinn inní tækinu hefur verið að fá sér.
www.relive.cc/view/1480656806