Það er mikið auglýst og selt af allkonar fleytum í dag, þar sem kayak nafninu er skeytt við af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki. Þarna á ég við SOT (Sit-on-Top) og surfskíði, sem eru ágætis viðbót við kayak, en þetta eru ekki kayakar.
Hver er munurinn á þessum fleytum og hefðbundnu sjókayak?
Á fræðslusíðunni er ágæt skilgreining á kayak
www.kayakklubburinn.is/index.php/frodhle.../67-hvernig-ayak-ara
Á sjókayak er auðvelt að taka veltur, róa í öllum veðrum, róa án stýris, fara í margra daga ferðalög..
SOT er hár, breiður,stöðugur, því erfiður í vindi og þarf meiri orku í róðurinn, er miklu líkari árabát og núna er verið að selja fótstigna SOT og það er verið að setja utanborðsmótora á SOT.
Surfskíði er gerð fyrir aðeins eitt, að komast sem hraðast áfram, eru hönnuð fyrir "forward paddling" og surf.
Það sem er fljót á litið sameiginlegt með sjókayak, SOT og surfskíðum eru árarnar og áhugi eiganda að komast á vötn og sjó. Eitthvað annað?
Bæði SOT og surfskíði eru frábær viðbót fyrir á sem vilja stunda róður, en eru langt frá þvi að vera kayakar að mínu viti.
Hefðbundir sjókayakar eru það kanski ekki heldur ef talað er við puritana sem líta á SOF (Skin on frame) sem hinn eina sanna kayak.
Smá vangaveltur eftir að hafa flúið snjókomuna í vorverkunum í garðinum...