Öll komum við heim aftur heil og höldnu eftir góðan hitting hjá Nigel Dennis í Holyhead. Í þessari ferð voru forhertir ræðarar í bland við nýliða. Allir, fullyrði ég að komu heim eftir að hafa farið útfyrir þægindaramman, sumir fóru langt útfyrir og fengu þar afeiðandi meira fyrir peninginn en hinir.
Hópurinn samanstóð af eftirfarandi: Hörður, Maggi, Sveinn Axel, Sveinn Muller, Lárus, Guðni Páll, Helga, Valli og Unnur Eir ásamt undirrituðum. Sem sagt Íslendingahópurinn. Ekki sá ég stærri hópa þarna þó að heildarfjöldinn hafi á einhverjum tímapunkti losað 100. Ræðarar frá Skandinavíu, Eystrasalti, Þýskalandi, Hollandi og Belgíu fyrir utan lókal tjalla á stangli hér og þar.
Allt var þetta vel skipulagt og fólk skráði sig í þær ferðir sem þeirra hugur stóð til. Allir gátu fengið eitthvað við sitt hæfi, moving water hét einn flokkurinn, forward padding, BCU training fyrir 3, 4 og 5 stjörnur og svo var adventurous intermediate or advanced paddlers day paddling og kannski eitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu, en allavega eftir morgunfund með Nigel Dennis um kl 09 héldu ræðarar hver í sinn hóp og þar tóku við tveir þjálfarar eða coachar eins og þeir kalla það við hópnum og fóru yfir aðalatriði dagsins. Grindur með 10-18 keipum voru svo dregnar út að flæðarmálinu þar sem að hjálpast var að til að koma öllu sem fljótast í sjó.
Fyrsti dagur:
Við Lárus og Sveinn Axel tókum það sem kallað er intermediat or advanced daypaddling. Það þýddi í þetta skiptið að farið var úr lítilli vík sem heitir Port Daf Ararch :
www.thebeachguide.co.uk/north-wales/angl...h-dafarch-photos.htm
eða eithvað líkt því og ferðinni heitið í Penhryn Mwar.:
Veður var örugglega ákjósanlegt fyrir bestu ræðarana en fyrir mig og þá sem voru þarna í fyrsta skipti voru aðstæður á mörkunum og kannski aðeins yfir. Sunnan 8-10ms og vesturfallið að komast í fullan gang. Hópurinn var 12 manns og 2 fararstjórar sem voru í þetta skiptið Simon Osbourn og Peter frá Tjekklandi. Sjórinn var frekar ósléttur og það batnaði ekki fyrr en í eftir miðdaginn og þá var nú ýmislegt búið að ganga á.
Hópurinn fór í gegnum hvert sundið á fætur öðru þar sem að straumurinn mætti vindöldunni og á straumskilum mynduðust fjallháar öldur sem þeyttu þessu keipskeljum langt upp í loft. Ég fór eina svona ferð og þótti tryggast að hald mér í keipinn á uppleiðinni en ég man lítið eftir ferðinni niður en það litla sem ég man var að vegna froðu og ókyrrðar var að mínu mati sjenslaust að ná veltu svo að ég þaut með miklum hraða undan straumi á hvolfi og komst undan kayaknum nokkur hundruð metra frá klettinum þar sem Peter tók við mér og hjálpaði mér að komast aftur um borð. Á meðan sá ég Lárus, Guðna Pál og Svein Axel fara fram og aftur um þessi þröngu bil á milli skerja með vindinn á hlið og strauminn á fullu á móti og þeim virtist bara líða vel í þessum ósköpum. Reru þarna afturábak og áfram eins og á sléttum sjó. Ekki var laust við að maður fylltist smá aðdáun og kannski örlítilli öfund. En það stendur til bóta. Ég kem aftur og bakka uppí straumkastið einn daginn.
Hin Helga og Valli, Unnur og Sveinn Muller voru í það sem þeir þarna kalla treining. Hörður var í enn öðru og Maggi fór með hópa í steinhopp. Rock hopping kalla þeir það. Þetta var mín fyrsta ferð og ég er löngu búinn að ákveða að fara aftur að ári og þá betur undirbúinn.
Þakka ferðafélögum mínu fyrir frábæra ferð og vonast tilað sjá sem flesta aftur að ári. Þá ætlar Nigel að hafa Íslendingakvöld og hvaðer betra en að grilla nokkrar kótilettur fyrir bretana?
kv
Ingi