Reykjavíkurbikarinn

19 maí 2018 18:21 #1 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Reykjavíkurbikarinn
Sammála síðustu ræðumönnum.

Óvenjuleg og skemmtileg keppni í alla staði. Takk fyrir mig.

Kv.
GummiB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 maí 2018 14:56 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Reykjavíkurbikarinn
Sammála síðasta ræðumanni. Og þakka þeim sem vörðu frítíma sínum svo við hin gætum skemmt okkur. Slíkt er ekki sjálfgefið og þakkir aftur.
Það var líka gaman að bítast um 5. sætið við Gunnar Inga. Rétt innan við Gufunes þrumar ekki tröllið fram úr mér, ég reyndi tvær mismunandi róðraraðferðir til að breyta stöðunni - það hjálpaði lítið. Hann var hálfrí mínútu á undan mér í viðsnúningnum í Grafarvogi. Þá vissi ég að hann yki forskotið enn meira enda var lens og maður veit að Nordkapp er ekki goðsögn bara útí loftið. Og þetta varð raunin. Ég ákvað því að gleðja mig yfir 6. sætinu. Vér hlýðum því bara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 maí 2018 13:41 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Reykjavíkurbikarinn
Keppni um Reykjavíkurbikarinn fór fram á fyrirfram ákveðnum tíma kl 10 í morgun.

Keppendur reru vestur frá Eiðinu og meðfram ströndinni inn í Grafarvog og þar var snúið við og haldið sömu leið tilbaka.
Aðstæður voru krefjandi í byrjun, en hópurinn var samsettur af bestu ræðurum landsins svo að engum datt í hug að hætta við. Lárus tók að sér öryggisvakt og eins og kom á daginn var gott að hafa reynslubolta í því hlutverki.
Þegar fyrstu menn komu framhjá Gufunesi og tóku stefnuna inn með landinu í áttina að Eiðinu hvessti allverulega og tók keppnisstjórn þá ákvörðun að láta gott heita.
Staðan þá var að Ólafur Einarson kom fyrstur í mark á tímanum 1:01:09, annar var Eymundur á 1:07:23 og þriðji var Örlygur á 1:19:01.
Keppnistjóri fór á móti hópnum og stöðvaði keppni við bryggjuna í Gufunesi.
Keppendur sem voru stöðvaðir munu samt halda sætum sínum til stigagjafar þar sem keppnisnefnd hefur ákveðið það.

Endanlega röð í keppninni er þá þessi:
Kvennaflokkur ferðakayakar:

1 sæti Björg
2 sæti Unnur
3 sæti Erna

Karlaflokkur ferðakayakar:
1 sæti Ólafur B
2 " Eymundur
3 " Orsi
4 " Gunnar Svanberg
5 " Þorbergur
6 " Gunnar Ingi
7 " Guðmundur Breiðdal

Það er ástæða til að hrósa keppendum sem ásamt öryggisræðara gerðu það sem þurfti til að allir komu sæmilega sáttir frá þessari keppni.

Takk fyrir frábæran dag. Þessi dagur verður lengi í minnum hafður.

Keppnisnefnd
Helga
Þorbergur
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2018 15:06 - 18 maí 2018 15:30 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Reykjavíkurbikarinn
Keppnisnefnd hefur ákveðið að ef breyta þarf keppnisleið vegna veðurs verður hún þannig að farið verður sem leið liggur meðfram ströndinni á milli Fjósakletta og lands undir bryggjuna hjá Gufunesi og undir Gullinbrú að Grafarvogskirkju og svo sömu leið til baka. Hraðinn sem keppendur tapa í straumi á leiðinni undir brúnna kemur þeim til góða á leiðinni tilbaka svo að það ætti ekki að vera töf vegna hans.

3 km leiðin verður að Fjósaklettum meðfram landi og til baka.

Keppnin hefst eftir sem áður kl 1000

Keppnisnefnd,

Helga
Þorbergur
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2018 09:49 - 17 maí 2018 10:03 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Reykjavíkurbikarinn
Nú, forvitnilegt hvers vegna þarf að árétta að keppnin verð skv. áætlun? ;)

Vonandi hefur Veðurstofa rangt fyrir sér og veður verður stillt austur að Hólmanum ... þar sem sú leið er fyrir þá sem eru að byrja í kayakróðri. Satt að segja var ég að vona að þessi hvellur sem átti að verða á sunnudeginum og er nú kominn í hádegið á laugardegi, mundi flýta sér enn meira og vera lokið undir morgun.

Ég er þó að semja póst til byrjenda á námskeiði og mun kanna hvort við getum frestað því.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 maí 2018 21:46 #6 by Ingi
Replied by Ingi on topic Reykjavíkurbikarinn
Við í keppnisnefnd viljum árétta það að við munum halda keppnina á fyrirfram ákveðnum tíma. Kl 10 á Laugardaginn. Til greina kemur að snúa leiðinni við ef aðstæður krefjast þess.
Bkv
Keppnisnefnd

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2018 20:45 #7 by Ingi
Replied by Ingi on topic Reykjavíkurbikarinn 2018
Reykjavíkurbikarinn á Laugardaginn

Keppni í 10 km hefst kl 10. Keppendur verða að skrá sig til keppni frá kl 09 til 0930

Keppnisleið verður frá Eiðinu útfyrir Fjósakletta og undir bryggjuna að gul/svörtu baujunni á sundinu og austurfyrir Geldinganes að Leirvogi þar sem að beygt verður við bauju sem er ca 10-20 metra frá landi og svo beygt í áttina að Eiðinu þar sem að endamarkið er.

Kl 1015 verður svo ræst í 3 km keppnina og hún verður í austur að Hólmanum og snúið við og róið til baka sömu leið. Þessi keppni er fyrir þá sem eru að byrja í kayakróðri og þá sem hafa ekki haft tækifæri til að æfa sig fyrir 10 km en vilja samt vera með. Allir eru velkomnir til að spreyta sig í hvora keppni sem er en reikna má með að það fari um og yfir klst í 10 km og 15-30 mín í þessa styttri.

Keppnisflokkar verða eins og áður: karla- og kvennaflokkur og ferða- og keppniskayakar. Sem sagt eins og var í fyrra og árin þar á undan.


kv
Keppnisnefnd
Ágúst Ingi
Helga
Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2018 09:05 #8 by Ingi
Reykjavíkurbikarinn was created by Ingi
Sæl
Reykjavíkurbikarinn verður á laugardaginn 19. Mai nk.
Hallarbikarinn verður á laugardaginn 26. Mai.

Nánar auglýst síðar.

kv
fh keppnisnefndar,
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum