Til fróðleiks: Póstur frá Hafrannsóknarstofnum

14 maí 2018 11:14 #1 by SAS
Kayakklúbbinum barst eftirfarandi póstur:

Okkur þykri rétt að láta ykkur í kayakklubbnum vita af rannsókn sem gera á í sumar á farleiðum laxa- og urriðaseiða um Leirvogsárósa. Vegna rannsóknarinnar verða sett út svokölluð hlustunardufl á ósasvæði Leirvogsár. Eitt dufl verður við minni Leirvogsár. Tvö dufl verða milli Álfsness og Mosfellsbæjar, tvö dufl milli Geldinganess og Þerneyjar og eitt dufl milli Þerneyjar og Álfsness (sjá mynd). Duflin verða fest við botn og síðan haldið uppréttum með belgjum (rauðum). Þið verðið örugglega vör við þessa belgi á róðri ykkar um sundin. Fyrirhugað er að setja út belgina á miðvikudaginn (16. Maí) og hafa þá í sjó fram að mánaðarmótum júlí og ágúst. Belgirnir verða merktir Hafrannsóknastofnun (HAFRÓ).

Gott væri að koma þessum upplýsingum til ræðara í klúbbnum. Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.

Bestu kveðjur
Friðþjófur Árnason – Hafrannsóknastofnun


Attachments:
The following user(s) said Thank You: SiggiG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum