Fundargerð síðasta stjórnarfundar er komin í skjalasafnið. Til að lesa fundargerðir, þá þarf að logga sig inn á vefinn
Nokkrir punktar úr fundargerðinni:
Stjórn tók ákvörðun um að breyta aðgengi félagsmanna að aðstöðu Kayakkúbbsins. Allir félagsmenn geta nýtt sér aðstöðuna á hefðbundnum opnunartímum( t.d. félagsróðrar).
Til að félagsmaður geti fengið gsm númerið sitt skráð í aðgangskerfið, þá þarf félagsmaður að leigja kayakgeymsluhólf eða hafa verið félagsmaður í amk. eitt ár. Rétt að ítreka að það með öllu óheimilt að opna aðstöðuna, nema því aðeins að vera sjálfur á staðnum.
Búnað klúbbsins má ekki flytja af Geldinganesinu, en formenn nefnda og stjórn hafa heimild til að veita undanþágur frá þessu vegna viðburða á vegum Kayakklúbbsins.
Sjá nánar í fundargerðinni
kv
Sveinn Axel