Lagt verður af stað frá Kvennhólsvogi á Fellströnd neðan við bæinn Hnúk
kl 19.00 föstudag 15 júní.
Því er æskilegt að mæta um 18.00 og pakka í bát og græja sig.
Frá Reykjavik eru um 200km beygt inná veg 590 ca 12 km norðan við Búðardal.
Reikna má með um tveggja tíma róðri án landtöku út Purkey en róið er við land og eyjar og ef þörf er á er landtaka víða möguleg.
Á laugardag róum við norður fyrir Purkey og höfum svo flóðið með okkur suður á bóginn um strauminn Knarrarbrjót í Suðurstakk og Vesturstakk, jafnvel Hrappsey og skoðum okkur um áður en við róum til baka í Purkey. Tímasetningar miða við að straumar séu ekki harðir og vel viðráðanlegir.
Einnig má skoða að einhverjir sleppi fyrri hlutanum þe hringróðri um Purkey um straumasvæðið en komi þá seinna með með í hópinn beint í Stakkana, þann hluta sem strauma gætir minna.
Einnig má nýta daginn til skoðunar á eyjunni fótgangandi ef ekki er vilji til að róa,
eyjan er stór og bíður uppá frábæra náttúruskoðun.
Á laugardags kvöldinu verður grillveisla i boði klúbbsins, holugrillað lamb og meðlæti.
Sunnudagurinn verður svo nýttur til heimferðar etv með smá útúrdúr í Klakkeyjar sem eru hæstu eyjarnar á Breiðafirði sem bjóða uppá frábært útsýni ef lögð er á sig smá fjallganga .
Um 10 km róður er út í eyjuna frá bílunum, laugardagurinn gæti orðið 12-15 km og svipað á sunnudegi.
Í Purkey er fín aðstaða og nóg pláss til að tjalda.
Allt vatn skal hver þáttakandi taka meðferðis heiman frá, reikna skal með 2-3 lítrum á hvern mann á sólarhring.
Hægt verður að komast á snyrtingu i húsinu og jafnvel sturtu ef sjórinn er ekki meira freistandi.
Algjört skilyrði er að hver þátttakandi taki allt sitt sorp til baka sjálfur og að ekki liggi neitt eftir.
Kayak skal vera sjókayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum að framan og aftan og traustum dekklínum allan hringinn,sjá má mjög hjálplegan texta um útbúnað í kayakferð á síðu klúbbsins sem hafa má til hliðsjónar athugið að ekki er gerð krafa um að allir hafi allann þann búnað meðferðis.
Ferð þessi er opin til þátttöku þeim félögum i Kayakklúbbnum sem standast kröfur klúbbsins um getu til að takast á við 3.ára ferð skv. skilgreiningum klúbbsins, sjá hér að neðan:
Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæði þar sem langar vegalengdir eru milli landtökustaða.
Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á dag.
Skráning i ferðina skal gerast hér á korkinum i þessum þræði, gefa skal upp nöfn þátttakenda og simanúmer.
Róðrar og fararstjórar eru undirritaðir
Eyjólfur Jónsson
Lárus Guðmundsson. S. 8224340