3* próf - Fyrri hópur sd.27.5. kl. 9:30

29 maí 2018 10:30 #1 by Þormar
Þetta frábæra framtak hjá Gísla hefur gert mann að betri ræðara á mun styttri tíma en ella hefði orðið ef nokkrun tíman og á hann heiður skilið.
Einnig kayakklúbburinn og þeir fjölmörgu aðstoðarmenn sem komu að þessu, þeir Lárus, Eymi, Guðni Páll og síðast og ekki sístur Örlygur sem þrátt fyrir miklar annir hefur eytt töluverðum tíma með okkur. Jusu úr viskubrunnum sínum yfir okkur, stöppuðu í okkur stálið þegar við átti og krydduðu með hæfilegum prófkvíða sem skilaði 3 stjörnum í hús. Takk fyrir mig. :)

Kv. Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2018 00:08 #2 by Orsi
Ég er sammála síðustu ræðumönnum og bæti við að nú fara skemmtilegir dagar í hönd þegar BCU sendir skírteinið á mannskapinn. Og það er alveg hárrétt að þetta var umfangsmikið verkefni sem Gísli átti frumkvæðið að, skipulagði allt heila klabbið, kveikti neistann hjá umræddum þátttakendum sem gripu þennan námskeiðspakka á lofti og negldu prófið með eftirminnilegum hætti. Til hamingju öll.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2018 19:30 #3 by Unnur Eir
Þið eruð snillingar!

Hamingjuóskir til ykkar og Gísla, sem hefur staðið þjalfaravaktina með miklum sóma.

Næst er það Hallarbikarinn...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2018 21:15 #4 by Guðni Páll
Frábært til hamingju með þetta félagar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2018 17:46 - 27 maí 2018 17:54 #5 by Gíslihf
- og þetta var líka fínn dagur. Við fórum í rólegheitum umhverfis Geldinganes með stoppum þar sem 'kandítatar' þurftu að sýna færn sína. Inn á milli blandaði kennarinn Steve Banks inn ábendingum um betri tækni. Sest var í snæðing uppi í grasi skammt áður en sveigt var fyrir Réttarnes inn í Veltuvík. Þegar lagt var aftur af stað rauk vindur upp í um 6 m/s að SA og náði upp öldu sem var mjög gott til að sýna 3* færni í því sem þá var eftir eins og toglínu, stuðningsáratök, Eskimóabjarganir, veltur og félagabjörgun. Allt gekk það vel nema hjá Kristni þegar Þormar renndi kayaknum langt frá sér til að hrella Kristin og hló bara fljótandi í sjónum þegar vindurinn gerði honum erfiðara fyrir. Hver var svo að tala um 'góða félaga' :lol:

Þetta endaði allt vel með fjórum nýjum 3ja stjörnu ræðurum.
Til hamingju Kristinn - Sarah - Veiga og Þormar

Sjálfur er ég ekki minna feginn eftir nokkuð stórt verkefni og vona að hinum gangi einnig vel n.k. laugardag :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2018 18:13 #6 by Gíslihf
Þetta var afar gagnlegur þjálfunardagur með Steve og mér fannst allir standa sig vel.

Nú ætla Kristinn - Sarah - Veiga og Þormar að vera í prófróðri á morgun.

Við ætlum að hittast kl. 9:30 í Geldinganesi og hafa nesti með sem fyrr.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2018 17:59 - 26 maí 2018 18:00 #7 by Orsi
Ef einhver á erfitt með að trúa því að 11,7 km hafi verið lagðir að baki á námskeiðinu góða - þá er hér sönnun. Flestir (ég ekki síst) héldu að þetta hefði verið 4-5 km, enda mikið um krúsídúllur og venjuleg aðalfundastörf á námskeiðum sem þessum.

En sjón er sögu ríkari og ekki orð meira um það mál.
www.relive.cc/view/1597380477

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2018 18:36 - 26 maí 2018 18:10 #8 by Gíslihf
Mæta í Geldinganes með allan búnað og nesti kl. 9:00

Laugardag (á morgun) er þjálfunardagur fyrir alla sem ætla í 3ja stjörnu prófið.
Steve ætlar að hitta hópinn í Geldinganesi kl. 9:00

Við getum gallað okkur á eftir, fyrst vill hann ræða hvað á að gera.

Við verðum að fram á síðdegið - höfum þess vegna nesti með okkur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum