Núna á mánudaginn er Breskur ræðari að koma til landsins. Hann ætlar sér að róa frá Jögulsárlóni til Seyðisfjarðar þar sem hann ætlar að taka ferjuna til Færeyja og halda róðri áfram þar.
En þetta er ansi spennandi verkefni hjá honum. Mæli með að fólk lesi nánar um þetta á heimasíðu hans (
www.m-b-g-l.org/ )
En ég mun sækja hann á mánudaginn útá völl og aðstoða hann svo að sækja bátinn sinn úr sjófrakt.
En hann ætlar sér að gista á tjaldsvæðinu í laugardal en ég er að reyna koma honum inn í gistingu svo hann þurfi ekki að vera í tjaldi í nokkra daga. Ef það veit eitthver um gistingu fyrir hann þá endilega látið mig vita.
Stefnan er svo sett áJökulsárlón við fyrsta tækifæri.
Við erum ennþá að vinna í því hvernig við komum honum þangað með bát og búnað.
En ég hafði jafnvel hugsað mér að róa með honum fyrsta legginn frá Lóni á Höfn ef það hittir á helgi. Og eflast eru fleiri velkomnir ef það er áhugi fyrir þvi.
Þetta er krefjandi róður og jafnvel í erfiðum aðstæðum. Þannig fyrir þá sem vilja svoleiðis þá er þetta frábær æfing.
Hérna er svo smá kynningar myndband frá kappanum.
vimeo.com/268296303
Heimasíða
www.m-b-g-l.org/
kv Guðni Páll