12 ræðarar héldu til hafs í gærkvöldi á slaginu 19:00 og haldið var suður fyrir Viðey. Ætlunin var að róa að nestisvik en eftir ákafann hópþrýsting var ákveðið að halda áfram norður fyrir eyju og klára fullann viðeyjarhring. Skemmtileg alda og hægur vindur var norðan við og ekkert eins og spáin sagði. Allir komu því glaðreifir í land eftir 10.2 km róður um kl 21:00.
Dásamlegur hópur og skemmtilegur róður.
Takk fyrir mig
Sæl öll
Ég er skráður róðrastjóri í kvöld. Það spáir versnandi norðangarra með kvöldinu og munum við því skoða aðstæðir af pallinum í kvöld.
Til hafs verður haldið, bara spurning í hvaða átt
Góðar stundir