Eftir eitthvað basl tókst mér að lokum að skrá mig hérna inn. Hef fylgst með heimasíðunni nokkuð lengi, hef dreymt um að eignast kayak jafnvel lengur.
Lét svo loks verða af því í vor. Fór á byrjendanámskeið hjá Gísla í byrjun maí sem var meiriháttar, eðlilega kom ég ekki fulllærður út úr því en Gísli gaf mikið af góðum punktum og er maður að vinna úr því hægt og rólega.
Ég hef farið 5 sinnum á sjóinn hérna í Eyjum síðan.
Tók strax þá ákvörðun að byrja á því að læra að komast úr sjónum og upp í bát á eigin spýtur, því það lítur ekki út fyrir að ég fái félagsskap í kayaksportinu hérna, en maður vonar auðvitað að það breytist einhvern daginn.
Umhverfið hérna er ekki auðvelt svo ég vil hafa þetta alveg á hreinu áður en ég fer í einhverja róðra út úr innsiglingunni.
Æfingar hafa gengið ágætlega, verð alltaf örlítið betri í hvert skipti sem ég stekk í sjóinn. Fór í fyrsta skiptið yfir innsiglinguna hérna yfir að Heimakletti í fyrradag. Lét mig vaða í sjóinn í tvígang eftir róðurinn og finn að þetta er allt að koma.
Bjó til smá vídeó eftir 3ja skiptið sem ég fór.
Ég vona að enginn hneyklist á því hvað ég er klaufalegur við þetta

Er að gera grín að sjálfum mér og hafa gaman að, þetta er virkilega skemmtilegt sport og ég er mjög ánægður að hafa fengið mér loks kayak og að hafa látið gamlan draum rætast.
Sent from my Nokia 6.1 using Tapatalk