Kajakskólinn - haustnámskeið

03 sep 2018 12:59 - 03 sep 2018 17:36 #1 by Gíslihf
AUKANÁMSKEIÐ hjá Kajakskólanum.

Nú er orðið nokkurn veginn fullt í öll námskeið á auglýstri haustdagskrá Kajakskólans. Næst er framhaldsnámskeið á laugardag. Við verðum um kl. 9 á pallinum og komum svo við í hálftima matarhlé en verðum annars á sjó allan daginn. Þannig vona ég að enginn láti þennan hóp trufla sína róðra. Það vekur reyndar alltaf áhuga þátttakenda að sjá vana kajakræðara fara á sjó eða hitta þá og skiptast á nokkrum orðum.

Til að mæta eftirspurn ætla ég að hafa aukanámskeið með stuttum fyrirvara laugardaginn 15. sept. Það mætti kalla hraðnámskeið, því að báðir hlutarnir verða sama daginn með hádegishléi. (kajakskolinn.is/skraning/)

Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Flestir virðast koma á byrjendanámskeið af nokkrum spenningi að kynnast kajakróðri og lítið meira, en alltaf eru einhverjir sem spyrja um klúbbstarfið, hvar sé hægt að kaupa búnað, hvort einhver markaður sé með notaða kajaka og hvernig sé hægt að æfa sig. Fyrir marga byrjendur eru félagsróðrar aðeins of mikið fyrir getuna og kjarkinn og væri ekki slæmt ef Kajakklúbburinn gæti verið með kynningar, auðvelda byrjendaróðra eða eitthvað í þá áttina.

Kveðja - Gísli H. F.
The following user(s) said Thank You: elinsigr

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2018 10:28 - 16 ágú 2018 10:31 #2 by Gíslihf
Efni framhaldsnámskeiða miðast 2 stjörnur hjá British Canoeing (BC), nema að við sleppum kanóþættinum og miðum aðeins við kajaka á sjó. Þegar námskeiðið er haldið á 3 dögum er áherslan í stuttu máli á
  • áratækni fyrsta daginn
  • áratækni, öryggi og björgun annan daginn
  • ferðir þriðja daginn.
Gert er ráð fyrir að þáttakendur í framhaldsnámskeiðum komi með eiginn búnað. Þó er hægt að leigja búnað og kajaka frá Kajakskólanum.
Ekki er hægt að kenna veltur í framhaldsnámskeiði, en vonandi verður boðið upp á það í haust í sundlaug.
The following user(s) said Thank You: elinsigr

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2018 21:31 - 10 ágú 2018 21:33 #3 by Gíslihf
Fyrsta námskeið haustsins fyrir byrjendur verður 18 ágúst og er fullbókað en alls eru 5 byrjendanámskeið á dagskrá.

Vert er að benda á framhaldsnámskeið sem eru í boði, en þar er efnið miðað við breska 2ja stjörnu stigið en framkvæmdin er sveigjanleg eftir getu hópsins. Þessi framhaldsnámskeið henta þeim sem hafa lokið byrjendanámskeiði eða hafa einhverja reynslu.

Þegar september lýkur er dagur orðinn of skammur til að halda námskeið utanhúss, en vonandi verður hægt að bjóða upp á veltunámskeið síðar í haust í samstarfi við sundlauganefnd.

Kveðja - Gísli H. F./ www.kajakskolinn.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2018 18:54 - 05 júl 2018 18:55 #4 by Gíslihf
Námskeið vorsins hafa gengið vel og aðsókn verið góð miðað við að hópstærð er 2-6. Allur búnaður fylgir en flestir sem koma eru að prófa þetta sport í fyrsta sinn og eiga hvorki galla né annan búnað. Hægt er að fá þurrbúninga gegn aukagjaldi og hefur það verið vel þegið af sumum.
Veðráttan hefur verið erfið, en ekki þurfti að fella niður námskeið af þeim sökum, aðeins að hnika til dögum.

Áætlun fyrir haustið er komin á fésbókina og vefsíðuna. Þar má sjá 5 byrjendanámskeið og 2 framhaldsnámskeið:
www.facebook.com/kajakskolinn/?view_public_for=1594352527478027
kajakskolinn.is/skraning/

Þakka ég Kayakklúbbnum fyrir gott samstarf.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum