AUKANÁMSKEIÐ hjá Kajakskólanum.
Nú er orðið nokkurn veginn fullt í öll námskeið á auglýstri haustdagskrá Kajakskólans. Næst er framhaldsnámskeið á laugardag. Við verðum um kl. 9 á pallinum og komum svo við í hálftima matarhlé en verðum annars á sjó allan daginn. Þannig vona ég að enginn láti þennan hóp trufla sína róðra. Það vekur reyndar alltaf áhuga þátttakenda að sjá vana kajakræðara fara á sjó eða hitta þá og skiptast á nokkrum orðum.
Til að mæta eftirspurn ætla ég að hafa
aukanámskeið með stuttum fyrirvara laugardaginn 15. sept. Það mætti kalla
hraðnámskeið, því að báðir hlutarnir verða sama daginn með hádegishléi. (
kajakskolinn.is/skraning/)
Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Flestir virðast koma á byrjendanámskeið af nokkrum spenningi að kynnast kajakróðri og lítið meira, en alltaf eru einhverjir sem spyrja um klúbbstarfið, hvar sé hægt að kaupa búnað, hvort einhver markaður sé með notaða kajaka og hvernig sé hægt að æfa sig. Fyrir marga byrjendur eru félagsróðrar aðeins of mikið fyrir getuna og kjarkinn og væri ekki slæmt ef Kajakklúbburinn gæti verið með kynningar, auðvelda byrjendaróðra eða eitthvað í þá áttina.
Kveðja - Gísli H. F.