Það kom fljótlega fram eftir byrjendanámskeið að mikill sandur sat eftir, einkum til fóta og settist í stillingar fótstiga, sem sátu oft föst á eftir og eðlilega var líka fullt af sandi og smásteinum sem festu skeggið. Það var því eftir vinna heima að hreinsa "flotann". Ráðið við þessu var breytt verklag við sjósetningar og lendingar.
Undirbúningur fer fram á palli með stilliingu fótstiga, að setja svuntu á og losa o.fl. Við sjósetningu er vaðið út í þar til kajakinn er allur á floti, stigið klofvega yfir og sest. Það gengur á öllum kajökum mínum en nota má aðrar aðferðir fyrir þrengri mannop. Við lendingu er annar eða báðir fætur settir út í á floti við fjöru. Þetta gekk líka allt betur þegar ég sagði að vanir ræðara gerðu þetta svona
Það er nokkuð sem ég hef lært af Steve Banks, ekki vanmeta byrjendur, kennum þeim allt rétt frá byrjun, þó færnin komi síðar.
Annað er að bera ekki sand inn í aðstöðu klúbbsins. Eftir lendingu er kajaökum lyft beint úr sjó og losnað við sand undir botni, síðan opnum við gáminn við sturturnar, en ekki dyrnar í kaffigám, teygjum okkur eftri slöngunni og skolum alla fætur áður en inn er farið. Eftir þetta hef ég ekki þurft að þrífa eða sópa, vatnið rennur út og frískt loft andar inn í búningsklefa.