Þegar ég gekk um eyjuna í vor var augljóst að eitthvað svipað hefur gerst í fyrra. Mávabein útum allt og fiðurlufsur víða. Það voru reyndar miklu meira en
25-30 dauðir fuglar, myndi giska á yfir 100 á þessu litla svæði. Svartbakurinn lét þetta ekki á sig fá og fékk aðstoð frá föllnum félögum í hreiðurgerð, sumstaðar voru bein, hausar og fjaðrir notuð sem byggingaefni í hreiðrin.
Rérum út í Lundey í dag, Það var mikið af dauðum svartbak og grámáv í Lundey, frá austur endanum að kofanum voru um 25-30 dauðir fuglar eða að drepast, Ömurleg sýn. Ekkert að sjá á fuglunum.,