Félagsróður 30. ágúst 2018

01 sep 2018 12:53 #1 by Össur I
Mig mInnir að það hafi verið ég og Palli sem voru með grænlenskar.
Ég myndi segja að í þessum aðstæðum hjá okkur þarna hafi ekki verið merkjanlegur munur þannig, þó við Palli höfum verið með síðustu mönnum í mark.
Gæti alveg eins hafa verið formið :)
En jú sennilega eru þær kannski eilítið slakari í svona miklum mótvind.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2018 10:43 #2 by Gíslihf
Já, allt saman vindskafnir harðfiskar - og engin Klara.

Hvernig koma annars þær grænlensku út í 15 metrum á móti?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2018 21:43 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 30. ágúst 2018
Undirritaður,Guðni Páll,Guðm.Breiðdal,Páll R,Össur,Örlygur og Eymi og rérum Geldingarneshring, Fleyttum kerlingar í hörku lensi austan og norðan Gnes, og tókum vel á því í 10-19 m/s mótvindi sunnan Gnes.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2018 17:00 #4 by Klara
Undirrituð sem hefur stundum verið veður-óheillakráka stendur undir nafni á morgun.
Það er skíta-spá en við förum samt í róður, sjáum til á pallinum hvaða leið verður fyrir valinu.
Hlakka til að sjá ykkur eftir allt of langar fjarvistir.
Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum