Mig langar til að svara neikvæðisumræðunni um keppnir.
Hver er æskilegur fjöldi keppenda í hvert sinn?
Hversu margir eru virkir í kayakróðrum?
Hvert er æskilegt hlutfallið milli þeirra sem stunda kayak og þeirra sem keppa?
Ég þekki fullt af golfspilurum, enginn af þeim keppir. Hlutfall keppenda vs iðkendur er ansi lágt.
Það þýðir ekki að ástæða sé að hætta alfarið keppnum í golf.
Fyrir mig og fleiri eru keppnir hvatning til að æfa meir og betur. Að hitta fólk úr öðrum klúbbum. Það er stemning í kringum þær.
Og þó svo að við séum alltaf sami hópurinn þá má segja að það er alltaf sami hópurinn sem keppir ekki.
Og af hverju þarf þá að taka keppnirnar af okkur hinum?
Takk keppnisnefnd fyrir að halda áfram ykkar starfi og sinna því vel