Félagsróður - Bessastaðabikarinn ÁSKORUN

26 sep 2018 23:07 #1 by SPerla
Finnst þetta þrælgóđ hugmynd hjá Unni en ég verđ því miđur fjarverandi. Verđ einnig utanbæjar eins og fleiri......ađ elta rolluskjátur upp á fjöllum

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 sep 2018 15:55 - 25 sep 2018 16:25 #2 by Ingi
Tek undir með Unni. Frábær hugmynd
Þessi keppni er haldin á frekar auðveldu svæði og er það stutt að það geta allir tekið þátt.

Síðasti hluti leiðarinnar er meðfram Norðurbakka og fjörunni inn að rampnum við gamla slippinn en þar er komin steyptur rampur og nóg af bílastæðum í nágrenninu.
Í fyrra var þetta fjölmennasta keppni ársins og það var gaman að hitta fólk úr Þyt og Sviða.

Vonandi koma sem flestir og eiga með okkur góðan dag í fjörunni.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 sep 2018 14:21 #3 by Andri
Þetta er skemmtileg hugmynd.
Ég verð eins og Örlygur utanbæjar þennan dag en vona að einhverjir taki þessari áskorun.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 sep 2018 13:08 - 24 sep 2018 13:19 #4 by Orsi
Ég ku vera skráður róðrarstjóri á laugardaginn en er utanbæjar þennan dag og var á leiðinni að tilkynna þessa fjarveru - í von um að einhver taki róðurinn í sínar hendur. Skoðun mín hinsvegar á áskoruninni er sú að það sé sanngjarnt gagnavart öllum hlutaðeigandi að gefa henni ögn meiri umhugsunartíma og umræðu en nokkra daga í aðdraganda atburðarins. Þannig að ég myndi ekki skjóta á þetta núna ef ég væri við völd. Góðar hugmyndir eiga skilið góða umræðu. En það er auðvitað stjórnin sem ræður þessu. Félagsróðrar hafa stundum verið lagaðir að einhverju öðru og nýju með rofi á þægindarammanum, björgunaræfingar eða 3 stjörnu o.s.frv. Hví ekki þetta?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 sep 2018 12:18 #5 by Unnur Eir
Ég er með brjálæðislega áskorun á þá sem halda felagsróðra:

Að félagsróður næstkomandi laugardag (29.) verð haldinn á sömu róðraleið og Bessastaðabikarinn!
Að 9:15 verði hópferð frá Gnesi með kerru klúbbsins og báta (eigin og félags)
Og felagsróður hefjist strax eða rétt á undan keppendum.
Að boðið verði upp á að enda í Hfj og keyra bátana til baka og/eða róið til baka á Álftanes. Þá verða þetta 10 km.

Er ekki stemning fyrir þessu?
Koma svo, stíga út fyrir þægindahringinn!!!
Verðum líka að mynda stemningu fyrir keppnum á borð við þessa og fleiri :laugh:
The following user(s) said Thank You: gunnarsvanberg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum