Í byrjun árs lagði keppnisnefnd upp með að keppnir sem teldu til íslandsmeistara væru Reykjavíkurbikarinn, Hálfmaraþon, Hallarbikarinn og Bessastaðabikarinn.
Nú hefur keppnisnefnd tekið ákvörðun um að Reykjavíkurbikarinn telji ekki til íslandsmeistara þetta árið þar sem keppni var stöðvuð vegna veðurs og erfitt er að rökstyðja að keppni sem ekki er kláruð telji til stiga. Á keppnisdegi gáfum við í nefndinni út að röð keppenda þegar keppnin var stöðvuð myndi gilda en við nánari skoðun og eftir álitsgjöf stjórnar hefur keppnisnefnd horfið frá fyrri ákvörðun sinni.
Niðurstaðan er sem sagt sú að þrjár keppnir telja til íslandsmeistara þetta árið; Hallarbikarinn, Hálfmaraþonið og Bessastaðabikarinn. Við undirrituð biðjumst velvirðingar á misvísandi skilaboðum um leið og við óskum keppendum góðrar stigaveiði í síðustu keppni ársins - Bessastaðabikarnum - á morgun, laugardag.
Kveðja frá keppnisnefnd, Ingi, Helga og Tobbi.