Það er fróðlegt að skoða hverning þetta sjókeipa sport hefur verið að þróast á síðustu árum. Það eru ekki mörg ár síðan að menn reru helst á Prion plastkeipum, Hasle Explorer einnig úr harðplasti og svo einhverjum fleiri tegundum úr plasti. Valley og margir aðrir voru með ódýrari týpur úr plasti og svo komu dýrari týpur úr trefjaplasti og svo seinna úr koltrefjum og kevlar sem voru enn léttari. Hver man ekki eftir kitivec og sardinia? Þeir sjást sjaldan orðið núna en einn og einn.
Núna eru menn búnir að höndla sannleikann rétt einu sinni enn og þá í formi Romany og Rockpool nema þeir sem eru á Epic.Ég er örugglega að gleyma einhverjum sortum. Bretarnir með sitt BCU sem þeir sjá tilað breytist reglulega og Danir með sitt prógram osfrv.
Það er ótrúleg framþróun í þessu öllu og bara fróðlegt að fylgast með hvernig áherslunar breytast hratt. Menn muna kannski eftir að einn kom með okkur í róður og reri á sinni útgáfu á siton top. Við í klúbbnum vorum kannski ekki alveg sá markhópur sem hann hefði þurft að hitta svona fyrst en núna koma þessir siton top í gáma vís til landsins og hver veit nema a ð okkar maður hefði náð að verða stór ef hann hefði haft vit á að þróa sinn aðeins meira og láta framleiða fyrir sig í Kína.?
Þurrgallarnir eru svo annað dæmi sem hefur verið að þróast og verða viðráðanlegra í verðum en ég held að þeir hafi haft sitt að segja um róður á veturna.