Þetta var skemmtilegur hópur í morgun, sem endranær. Róið var um Geldinganes, með hópþéttingu í Veltuvík og víðar, farið yfir Eiðsvíkina að Fjósaklettum og loks í heimahöfn alls um 8 km. Hitastig skreið upp fyrir núllið og austanáttin var um og yfir 10 m/s á vindmæli með 0,5 m öldu af austri en heldur hægari frá Fjósaklettum að grandanum. Kvenþjóðin var í meirihluta 5-4, Fjóla og Christie komu frá Keili/Magga og stóðu sig vel, Andreas var yngstur og snöggur upp í kajakinn eftir veltu og við eldri karlarnir vorum til stuðnings í fjarveru Egils. Níu keipar voru á sjó og ræðararnir: Undirritaður (GHF), Þorbergur, Sveinn M., Helga, Arian Ne, Andreas, Addý, Fjóla og Christie.
Einhverjum kanna að finnast erfitt að drífa sig með á vetrarmorgnum en það er ekkert betra, ef maður vill una sér á Íslandi, en að drífa sig út. Það léttir lund og kemur blóðinu á hreyfingu.
Kveðja,
Gísli H. F.