Straumar og vindar við Íslandsströnd

30 okt 2018 18:55 - 31 okt 2018 14:14 #1 by Ingi
ég kíkti aðeins á þessa frásögn á bls 225 og las áfram. Þetta hefur verið ansi slarksamt hjá þér þarna á suðurströndinni. En seigur varstu

en hér er fróðleikur um strauma við landið og fleira: www.stjornufraedi.is/solkerfid/jordin/sjavarfoll/
..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 okt 2018 14:23 - 30 okt 2018 15:44 #2 by Gíslihf
Ég set svar við innleggi Inga hér undir nýja fyrirsögn.

Ég þekki ekki Admiralti handbækur siglingamanna, en hafði aldrei trú á að þær væru hagnýtar fyrir mig. Ég er enn þeirrar skoðunar að okkur vanti handhæg straumakort sem ná að ströndinni og sérstaklega um strauma við annnesin með hegðun straums, hraða og stefnu á hverri klst. eftir flóð og fjöru. Þau sem hafa verið eitthvað við Bretland og undirbúið róður á straumasvæði vita hvað ég er að tala um.

Vissulega þarf að huga nákvæmlega að veðurspám og vera kyrrí landi þegar ekki gefur á sjó og sumrin eru ekki öll eins. Það að skoða tölfræði Veðurstofunnar um vinda, styrk og stefnu er aðeins vísbending og gott til að gera áætlanir eftir.

Brotaldan, sem Guðni Páll lenti í skammt frá Skaftárósum 2013, held ég tengist neðansjávarrifi samsíða landi, líkt og er utan við Landeyjahöfn. Rifið liggur ekki djúpt á fjöru og hafaldan getur risið óvænt úr djúpinu og brotnað. Ég lenti sennilega í sama fyrirbæri 2009 utan við Skaftafellsfjöru neðan við Skeiðarársand, þegar brotalda reis óvænt upp aftan við mig og henti mér á hvolf og fyllti Kokatat þurrgallann minn niður í tær og ég segi frá því í bók minn bls. 225. Slíkt og annað eins hefur aldrei annars gerst á kajakferli mínum.

Áhrif jökulánna eru mikil og eru annað mál, sem vert er að skoða vel.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum