Ég er settur róðrastjóri
Mæting 9:30 fjara vindur 10-20 m/s stendur af Esju hitastig um frostmark. Þetta eru erfiðar aðstæður og mæli ég með að óvanir verði bara í kaffispjalli og kíki út af og til !
Vanir ræðarar gætu spreytt sig rétt við Eiðsgrandann en ég stefni ekki á róður nema smáspotta upp í vind í mesta lagi. Sérstaklega býð ég velkomnar rjúpnaskyttur sem komast ekki á heiðar í þessu óveðri
Það kemur skemmtileg minning upp í hugann um svipaðar aðstæður fyrir 6 árum eða fyrr, þegar við rerum nokkrir norður með Eiðinu að Geldinganesi með erfiðismunum móti norðan hvassri átt. Þá var hærra í ef ég man rétt. Guðni Páll var eitthvað að ögra sjálfum sér eða hugsanlega prófa okkur hina, því að skammt frá skipsflakinu velti hann sér óvænt á hvolf, kom upp á sundi og reyndi án árangurs að elta kayakinn sem barst hratt undan vindinum. Við leystum vandann og minnir mig að Eymi hafi átt drjúgan þátt í því. Hvatti ég Guðna Pál til að skrifa frásögn á Korkinn sem hann gerði og hlutum við nokkrar ávítur fyrir glannaskap, frá félögum sem ekki höfðu verið með.