Miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20:15 mun SJÓR halda fræðslukvöld um ofkólnun og hvað er að gerast í líkamanum við þær aðstæður. Eins verður farið yfir viðbrögð við ofkólnun og sjósund.
Fyrirlesturinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík, stofu V101.
Gestir fundarins eru m.a.:
Þórarinn Sveinsson prófessor í lífeðlisfræði við HÍ fjallar um kólnun og hvað er að gerast í líkamanum.
Björn Rúnar Lúðvíksson ónæmislæknir og Kristín Sigurðardóttir bráðalæknir, en þau stunda bæði sjósund.
Það er mikið öryggisatriði að sem flest sjósundsfólk fræðist um þetta. Við hvetjum ykkur, það gerir okkur öll öruggari í sjónum.
Allir velkomnir, skráningar hér í viðburðinn vel þegnar til að við höfum hugmynd um fjölda og húsnæðisþörf. Sjór býður bæði meðlimi félagsins og aðra velkomna án endurgjalds.
www.facebook.com/events/551617148640276/
f.h. stjórnar SJÓR
SJÓR Sjósund- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur
Magnea