Félagsróður 17.11

17 nóv 2018 12:46 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Félagsróður 17.11
Þetta var skemmtilegt og endaði vel. Rérum að ós Korpu og til baka. Stutt ferð en nokkur átök á móti vindinum. Mestur var vindurinn á stuttum kafla á miðri leið en ég gæti alveg trúað að þar hafi vindstyrkur farið nálægt 20 m/s. Alltaf hressandi að takast á við rokið og ölduna :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2018 11:16 #2 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Félagsróður 17.11
Þetta eru jaxlar!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2018 11:11 - 17 nóv 2018 11:53 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 17.11
Það var vindur nálægt 15 m/s af SA þegar ég horfði á eftir þeim félögum Andra og Páli R. áðan. Þeir seigluðust móti vindi og voru komnir í Gorvík þegar ég hætti að fylgjast með. Svolítið skjól var af landinu en trúlega nokuð byljótt.

Við fáum svo vonandi að heyra hvernig sjóferð sú endaði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 nóv 2018 21:35 #4 by Andri
Félagsróður 17.11 was created by Andri
Ég er róðrarstjóri í rokróðri á morgun. Mæting kl 9:30 og sjósett 10 eins og vanalega. Geri ráð fyrir stuttum róðri upp í vindinn og vonandi einhverri öldu og meðvind á bakaleið með tilheyrandi fjöri.

Kv
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum