Ég held að þessi samantekt í Guardian sem Ingi setur tengil í sé gömul (2008) og vísar m.a. í SkyakAdventures sem ég held að sé ekki lengur starfandi. Greinin sýnir þó marga áhugaverða möguleika.
Einn möguleiki sumarið 2019 er svo Steve Banks eins og Unnur nefnir sjá
www.stevebanksoutdoors.co.uk/expeditions.php?section=5
Sjálfsagt eru svo einhverjir aðilar í Skotlandi með tilboð um leiðangra og með hæfilegum undirbúningi getur hópur héðan tekið sig saman og búið til eigin ævintýraferð enda væri lítið að því að íslenskir ræðarar sæu að það er víðar hægt að róa en í Anglesey í Wales. Þá þarf að finna aðila sem getur leigt kajaka, því að varla mundum við nenna að vera með gámaflutning eins og Hollendingarnir sem vorum með ferð í Breiðafjörð í fyrra og ætla að koma aftur næsta sumar.
Það er svo rétt að eina leiðin til að fara í ferðir á Íslandi er að vera sveigjanlegur með tímasetningar og það hentar illa fyrir fólk í fluginu. Við sem erum "eldri" erum hins vegar frí og frjáls og getum stokkið af stað þegar veður hentar
Minnist ég tveggja slíkra ferða sem var aflýst vegna veðurs : Við Ingi fórum í fyrri ferðina á Hvítárvatn með gistingu í Karlsdrætti fyrir mörgum árum og síðan fórum við Lilja um Langasjó og höfðum tjaldið í lítilli eyju í veðri þegar fjöllin spegluðust í vatnsfletinum.
Það skal þó tekið fram að klúbbferð sem er aflýst
er aflýst og ef einhverjir reyndir félagar fara samt þá er það þeirra ferð en ekki klúbbferð.