Sjá mátti í fréttapistlum í gær hjá Spiegel og BBC og örugglega víðar að hlutabréf í Johnson&Johnson sem m.a. framleiðir barnapúður hafi fallið.
Ástæðan er grunur um asbest í þessu púðri, sem ég nota á latexi á þurrgallanum og anda smá að mér í hvert sinn sem ég treð höfðinu í gegn. Hins vegar er ég fyrir löngu hættur að vera með slíkt púður á barnarassa, þeir eru fluttir út af heimilinu. Ég kikti snarlega á 'talkúm'dolluna í kajakdóti míinu og þótti gott að sjá að vörumerkið er Änglamark með flutt af "grænum" merkjum á.
Reyndar setti ég asbestplötur í húsið sem ég byggði í Eyjum á sínum tíma, það var bent á það til að uppfylla kröfur um brunavarnir, en bílskúrinn var sambyggður og húsið tréhús. Ég sagaði það úti við með handsög og varð ekki meint af.