Asbestsniff og þurrgallar

16 des 2018 18:46 - 16 des 2018 18:50 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Asbestsniff og þurrgallar
Þetta þurrgallasniff okkar er meinlaust að því er virðist. Kíkið á þetta:

According to the Australian Cancer Council, in its natural form, some talc may contain asbestos, which is known to cause cancer. However, modern domestic talcum powder does not contain asbestos.
www.express.co.uk/news/world/726583/IS-y...-cancer-what-we-know

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2018 17:08 - 16 des 2018 17:09 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Asbestsniff og þurrgallar
Gagnleg slóð sem ÖSS bendir á. Ef það efni er lesið sést að hreint talkúm er í lagi en ekki ef það er með asbesti, eins og viða í námum þar sem það er unnið. Sem sagt nota hreint eða vel hreinsað talkúm. Svo er líklega góður kostur að nota áburðinn sem Jói bendir á.
Hér er tilvitnun í ACS greinina, (carcinogenic = krabbameinsvaldandi):
"IARC (Alþjóðaráðið fyrir krabbameinsrannsóknir) classifies talc that contains asbestos as 'carcinogenic to humans.'
... IARC classifies inhaled talc not containing asbestos as “not classifiable as to carcinogenicity in humans."
Annars er mikið af efni greinarinnar um hættuna fyrir konur sem nota durftið á "kjallarsvæðinu" og ekki þurfum við að hugsa um það, en einhverjum gæti þó dottið í hug í langróðrum að nota talkúm á húðina í svitakrikum sem er ekki ólíkt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2018 02:11 - 16 des 2018 02:36 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Asbestsniff og þurrgallar
Skv grein ACS væri þurrgallasniff lítil heilsufarsógn, ef nokkur. Kíkið á þetta.

www.cancer.org/cancer/cancer-causes/talc...wder-and-cancer.html

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 des 2018 21:16 #4 by Jói Kojak
Jaðrar nú við guðlast á þessum síðustu og verstu að grínast með asbest, svo mikil er hysterían B)

Annars hef ég ekki notað annað en Seal Saver síðustu árin. Lengir klárlega lífið í túttunum.

Mæli hiklaust með því.


www.striestrommer.no/mcnett-seal-saver-l...skyttelse-37-ml.html

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 des 2018 14:27 - 15 des 2018 14:30 #5 by Gíslihf
Sjá mátti í fréttapistlum í gær hjá Spiegel og BBC og örugglega víðar að hlutabréf í Johnson&Johnson sem m.a. framleiðir barnapúður hafi fallið.
Ástæðan er grunur um asbest í þessu púðri, sem ég nota á latexi á þurrgallanum og anda smá að mér í hvert sinn sem ég treð höfðinu í gegn. Hins vegar er ég fyrir löngu hættur að vera með slíkt púður á barnarassa, þeir eru fluttir út af heimilinu. Ég kikti snarlega á 'talkúm'dolluna í kajakdóti míinu og þótti gott að sjá að vörumerkið er Änglamark með flutt af "grænum" merkjum á.
Reyndar setti ég asbestplötur í húsið sem ég byggði í Eyjum á sínum tíma, það var bent á það til að uppfylla kröfur um brunavarnir, en bílskúrinn var sambyggður og húsið tréhús. Ég sagaði það úti við með handsög og varð ekki meint af.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum