Við sem vorum í 4* hópnum á sínum tíma fórum a.m.k. tvisvar í skyndihjálparnámskeið sem Maggi kom á með góðum kennurum. Efni þessara námskeiða var lagað að okkar aðstæðum t.d. með því að leggja meiri áherslu á drukknun og ofkælingu.
Ég endurnýja skírteinið mitt á 2ja ára fresti eins og margir þurfa að gera en Rauði Krossinn hefur ekki boðið upp á annað en námskeið fyrir almenning og ég hef ekki fundið hverjir sjá um námsefni og kröfur til kennara.
BC breska kanó/kajak sambandið gerir kröfur um gild skírteini fyrir kennara, leiðsögumenn og þá sem eru með ábyrgð á öðrum. Þeir eru hins vegar hættir að segja nákvæmlega hvernig námskeið eigi að taka, en vilja að það verði eftir kröfum vinnuveitanda.
Danska kajaksambandið DKF notar sérstakt skyndihjálparnámskeið fyrir sjósport og það verður krafa frá 1. jan. 2020. Þetta má sjá hér
drive.google.com/open?id=0B4vS7ek5Y8VlVW1BeHZFcGc5Tms
Er þetta eitthvað fyrir okkur og hver sér um þessi mál á Íslandi?