Það er af óvenjulega miklu að taka í róðraskýrslu dagsins.
13 bátar á sjó og þrír ræðarar tóku sér áramótabað.
Fórum Geldinganeshring og það hvessti skyndilega þegar komið var við endan á nesinu.
Þar fór t.d. einn ræðari á hliðina og björgun gekk hægt vegna aðstæðna sem voru erfiðar, vindur, ölduhæð og hríðarkóf.
En allt bjargaðist þetta og úr varð hin skemmtilegasti róður.
Í hinum fullkomna heimi tækjum við endurmat á þennan róður (og róðrarstjórn) og lærðum af þessu.
En enn á ný sannaðist að góður félagi á sjó er ómetanlegur, takk fyrir hjálpina!
Góð áminning til okkar allra að taka okkur á í öryggismálum, vera með ljós og dráttarlínur, sérstaklega þeir vanari.
Takk fyrir mig.
Klara.