Félagsróður 29. desember

29 des 2018 13:40 #1 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 29. desember
Það er af óvenjulega miklu að taka í róðraskýrslu dagsins.
13 bátar á sjó og þrír ræðarar tóku sér áramótabað.

Fórum Geldinganeshring og það hvessti skyndilega þegar komið var við endan á nesinu.
Þar fór t.d. einn ræðari á hliðina og björgun gekk hægt vegna aðstæðna sem voru erfiðar, vindur, ölduhæð og hríðarkóf.

En allt bjargaðist þetta og úr varð hin skemmtilegasti róður.
Í hinum fullkomna heimi tækjum við endurmat á þennan róður (og róðrarstjórn) og lærðum af þessu.

En enn á ný sannaðist að góður félagi á sjó er ómetanlegur, takk fyrir hjálpina!

Góð áminning til okkar allra að taka okkur á í öryggismálum, vera með ljós og dráttarlínur, sérstaklega þeir vanari.

Takk fyrir mig.
Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2018 22:37 #2 by Þorbergur
Ég ætla mér að mæta á morgun. Bý að vísu ekki í vesturbænum, en hlíðarnar eru ekki langt frá. Sendu póst á mig Ingi eða hringdu með meiri upplýsingum ef þú vilt að ég nái í viðkomandi. Kveðja Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2018 19:11 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 29. desember
Er einhver að koma úr vesturbænum í þennan róður? Ef svo, þá er ræðari í Skerjafirði sem þyrfti far..
kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2018 17:23 #4 by MarteinnM
Ég og mamma mætum!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2018 08:52 #5 by Klara
Sú sem þetta ritar ætlar að leysa skipaðan róðrarstjóra af hólmi á morgun. Græjurnar eru rykfallnar og löngu orðið tímabært að koma sér á sjó. Það er spáð SV átt, gæti verið frá 6-10 m/s og hiti yfir frostmarki. Það verður líklega farin stuttur hringur, til dæmis Geldinganes, en ef aðstæður leyfa þá verður ferskum ræðurum boðið að lengja róðurinn.

Sjáumst á sjó.
Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum