Kveðskapur

29 des 2018 17:40 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Kveðskapur
Gaman að þessum vísum Gísli. Færeyingarnir eru alveg stórskemmtilegir og það er gaman að vera Íslendingur í Færeyjum. En þú verður að koma á gamlársdag og þá færðu munnlega róðrarskýrslu frá öllum hliðum.
kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2018 16:05 - 29 des 2018 16:06 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kveðskapur
Eigi þarf bókmenntafræðing til að kenna þar Vestmannaeying og hafnsögumann á hvolfi í brimlöðri við klappir og kletta. Þar á við brýning Bjarna Thor:
Minnkun er manni að vera
minni kletti dauðum
og brjóst sitt bilast láta
boðum mótlætis.

Ég sleppi fyrripartinum því þar kemur fyrir orðið skrapir sem ég skil ekki en finn á netinu í bloggi Færeyinga sem eru að metast um hver sigri næstu róðrakeppni: Mennirnir á Fríggjarinum eru nakrar stórar skrapir fyri at siga tad beint út! halda seg verða føroya bestu rógvarir í kappróðri, gott nokk vóru teir góðir innandura, men uttandura kunnu teir slett ikki brúkast!
Þetta að vera "góðir innandura" á við um mörg okkar ræðara í veltulistinni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2018 13:40 - 29 des 2018 19:51 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Kveðskapur
Grænt allt er grænt
sýp hveljur og
gríp andann á lopti

Helvítis lúffurnar
en ekki þýðir að fást um það núna.
Suðvestan él og úthafsöldur frá
Suður Grænlandi skella á
klettunum með óhugnalegum drunum

Hver setti sápu í sjóinn? Á þetta kannski
bara að vera svona?

Flýt að feigðarósi
en þá kemur bjargvætturinn
og kippir í örlagaspottann.
Húfan er týnd en árin kemur í leitirnar

Mikið djöfull er hann annars, fúll í éljunum.

Höf. Ókunnur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2018 12:45 - 29 des 2018 12:54 #4 by Gíslihf
Kveðskapur was created by Gíslihf
Sum skáldin hafa ort um sjó og baráttu manna við náttúruöflin. Bjarni Thorarensen amtmaður bjó m.a. í Gufunesi þegar hann var dómari við landsyfirréttinn (1822). Eftir hann er vísa sem má vera kveðja til straumræðara okkar:
Stímabrak er í straumi,
stend ég þar undir hendur,
boðar um báðar síður
og brjóst mér hnellnir skella,
á tæpu veð ég vaði,
vefst mér grjót fyrir fótum;
klýf ég samt strauminnn kræfur
og kemst án grands að landi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum