Gamársróður

31 des 2018 14:57 - 31 des 2018 19:56 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Gamársróður
Ég ætlaði að hvíla mig á róðrum í des og jan en féll á bindindinu og mætti í gamlársróður :cheer: Ég sé ekki eftir því, bara hressari á eftir.

Á sjó fóru undirritaður, Sveinn Axel, Toby Carr, Ágúst Ingi, Maggi, Wendy og Edda - held ég gleymi engum. Nokkrir til viðbótar mættu svo í hressingu til Evu í kaffigámnum og til að þakka fyrir samveruna á árinu 2018. Það var notalegt að sjá góða félaga, fá smá klemm og takk fyrir árið - auðvitað saknaði maður ykkar hinna :)

Þá er bara eftir að segja takk fyrir árið 2018 með ósk um gleðilegt ár 2019.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 des 2018 13:57 - 31 des 2018 14:00 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Gamársróður
Það var svona í það mesta hvað vindinn varðar mundi ég segja. Brimlöðrið kom yfir Fjósaklettana þar sem SAS og Toby voru komnir í var þegar við Gísli tommuðum að klettunum. Svo var reynt að þvera yfir í Geldinganes og slá svo undan á miðju sundinu og lensa heim. Það gekk nú svona og svona en allir fukum við í land og þar voru mótttökurnar hlýlegar. Nokkrir sófaræðarar voru þar og supu á heitum miði sem lagaður var sérstaklega af þessu tilefni. Það er svo mikið eftir af þessu að ég held að það ætti að hafa þetta aftur næst.
Takk fyrir frábært róðrar ár og ég vona að næsta verði ekki síðra.
Áramótakveðja,
Ágúst Ingi og Eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2018 23:26 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Gamársróður
Það verður tilvalið að surfa við Fjósakletta ef veðursðáin gengur eftir.. takið með hjálmana :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2018 13:11 #4 by SAS
Replied by SAS on topic Gamársróður
Mæting kl 09:30

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2018 09:53 #5 by maggi
Replied by maggi on topic Gamársróður
er mæting kl 10??

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2018 23:55 #6 by SAS
Replied by SAS on topic Gamársróður
Það er búið að kaupa í rauðvínið, þ.a. það verður í boði fyrir alla sem mæta.
Ef það verður hægt að bera út kayakana, þá verður sjósett Maggi. Hljótum að geta fundið skemmtilegt lens og puðað á móti vindinum.

Endilega mætið í mjöðinn..

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2018 23:25 #7 by maggi
Gamársróður was created by maggi
Sæl öll
hvernig er stemmarin fyrir snörpum róðri í fjósakletta með smá surfi og gríni þar???
það spáir NV 16ms getur orðið smá pus.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum