Við aðstæður á sjó eru rökin eftirfarandi:
Forsendur - Einn við björgun, einn í sjónum í talsambandi, ekki logn.
Ekki er hægt að ná kajak sem rekur undan vindi ef maður í sjónum hangir í kajak björgunarmanns. Meiri von er að vera með manninn á afturdekki, en það tekur tima og róðurinn er erfiður og oft langt í land. Hins vegar er oftast auðvelt að sækja lausan kajak og fara með hann til manns í sjónum og félagabjörgun á sjó er auðveld. Ekki má samt hætta á að týna manninum sem er í sjónum.