Vélasalan er málið. Þetta sem SAS bendir á er mjög fínt módel. Þetta er sjóstöð.
Það þarf að skrá stöðina á bát, minnir mig. Fá Magga til að vera þér innan handar með að redda þér SKB númeri. Fara vopnaður þessu númeri í búðina og skrá stöðina á þetta númer við kaupin.
Og síðan er mjög til bóta að kaupa sér hljóðnema. Muna að hafa hann vatnsheldan. Þeir eiga það líka hjá ´Vélas. Og þeir þjónusta stöðvarnar, þ.e. setja rásirnar inn. Hinsvegar þarf svosem ekki að standa í því ef ætlunin er eingöngu að nota þetta í róðrum og vera í samskiptum á rás 10 við kayakfélaga, nú eða í sambandi við Vaktstöð sigl á rás 9. Fýsi þig eigi að síður að setja inn rásir, þ.e. þessar klassísku landrásir frá 4x4 jeppaklúbbnum
www.f4x4.is/ þá þarf að gerast félagi þar á bæ og vera með kvittun fyrir greiðslu ársgjalds þegar þú kaupir stöð. Það eru einhverjir þúsundkallar í þessu.
Allavega var allt ofanritað við lýði fyrir áratug. Kannski er þetta minna vesen í dag...