Félagsróður 19. janúar 2019

20 jan 2019 16:16 - 20 jan 2019 16:20 #1 by Orsi
Vel mælt. Þetta var blindróður - og eins og meðfylgjandi myndferill sýnir þá rann flotinn ljúft í gegnum jukkið.

www.relive.cc/view/2088720620

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jan 2019 17:44 - 20 jan 2019 17:22 #2 by Ingi
Sérstakur og skemmtilegur róður. Það er ekki oft sem að það þarf að stýra eftir kompás en það var engin leið að komast á milli á leggnum frá vesturenda Geldinganess og vesturenda Þerneyjar nema að stýra eftir kompás og var stefnan á milli 40 og 45 gráður á segulkompás. Það reyndist koma okkur nákvæmlega á þann stað sem við vildum. 200 metra skyggni ímesta lagi. Þetta segir manni að kompás er nauðsynlegt tæki til að venja sig að nota. Það koma allltaf tillfelli þar sem gott er að kunna það.
kv

www.relive.cc/view/g29232207535

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jan 2019 13:15 #3 by eymi
Þrír ræðarar mættu til leiks í morgun, Örlygur, Ágúst Ingi og Eymi. Rerum vestan megin frá Eyðinu og út með Geldinganesinu í SA strekkingi og rigningu, en um það bil sem við nálguðumst enda nessins gengu skilin yfir á fimm mínútum og allt í einu vorum við í SV golu og mok-snjókomu með 200 metra skyggni. Í þessu skemmtilega veðri rérum við svo norður fyrir Þerney og heim í aðstöðu. Frábær róður!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jan 2019 14:58 #4 by eymi
Það spáir ekkert sérstaklega skemmtilegu veðri á morgun, bálhvass SA sem er leiðinlegasta áttin til að róa frá aðstöðunni okkar.
En ég ætla að mæta sem róðrarstjori engu að síður, svo sjáum við bara til hvernig rætist úr þessu B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum