Jersey við Ermasund

18 jan 2019 18:45 - 18 jan 2019 18:50 #1 by Gíslihf
Liklega fer ég til Ermasundeyjarinnar Jersey í maí til að vera með prófdómara í BC 3 Star sjókajak þar og fá það uppáskrifað sem þjálfun. Bretinn er búinn að breyta kerfinu hjá sér og nú heitir 3 Star stigið einfaldlega 'Sea Kayak Award' og 4 stjörnu stigið heitir 'Coastal Sea Kayak Award' og snýst um persónulega færni en ekki leiðsöguþáttinn. Það er erfitt að eltast við BC þegar þeir breyta öllu meira og minna og kerfið er stórt og flókið og skriffinnska mikil. Eigi að síður er fínt að ná sér í þjálfun hjá þeim en ég er farinn að hallast meira að því að við ættum að taka upp innlent kerfi sniðið eftir evópskum stöðlum um færnistig (EPP = Euro Paddle Pass) og fylgja þar m.a. Dönum og Norðmönnum.

Ef einhver vill fara í 3ja stjörnu stigið (= Sea Kayak Award) eða annað og fara í skemmtilega utanferð i leiðinni þá er Jersey örugglega spennandi staður fyrir sjókajak. Sjávarföll þar eru mikil, meira en 10 m munur flóðs og fjöru og straumar eftir því, sjórinn er hlýr enda er þetta á líkri breeiddargráðu og París. Ef ég man rétt var Eymi félagi okkar þarna fyrir allnokkrum árum.

Hér er vefsíðan þeirra: www.jerseykayakadventures.co.uk/

.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum