Ég fékk að sjá svar sem barst þeim sem gerðu athugasemdir, þ.e Kayakklúbbnum, Kajakskólanum og aðila sem hefur stundað rannsóknir á lundastofni eyjunnar að eigin frumkvæði ef ég skil rétt. Gerðar voru breytingar á 3.mgr. 6.gr auglýsingar um friðlýsingu Akureyjar þess efnis að nú er heimilt að sigla sjókajökum innan friðlandsins allt árið um kring að teknu tilliti til annarra reglna sem gilda á svæðinu. Hvað varðar landtöku þá þarf leyfi sbr 1.mrg. 7.gr. auglýsingar um friðlýsingu. Þó er bent á að komi upp neyðartilfelli gengur neyð framar bannákvæðum.
Þetta skilaði þá einhverju og sýnir hvað er mikilvægt að til sé klúbbur sem stendur vörð um okkar hagsmuni. Nú þurfum við ekki að taka stóran sveig framhjá Akurey vegna friðlýsingar heldur getum við "siglt" (eins og það er orðað) meðfram henni áhyggjulaus þegar við viljum en ég reikna með að okkur sé einnig heimilt að róa
Virkilega jákvætt að það skuli hafa verið tekið tillit til okkar.
E.t.v mætti setja ábendingu um þessa friðlýsingu upp á vegg í okkar aðstöðu til að draga úr líkum á að kayakfólk sem ekki veit af friðlýsingunni álpist upp í eyju og svo er um að gera að láta reyna á að fá leyfi til skipulagðrar landtöku, t.d í næturróðri utan varptíma.
Kv,
Andri