Gott að Gunnar Ingi er með yfirsýn, þó að okkur Bjarna finnist málið vera 'kompliziert'.
Það er ekki skemmtilegt að vera háður þessum netrisum og gott að sjá möguleikana sem er um að velja. Mér finnst Facebook ekki henta fyriir umræður um afmörkuð efni, Fésbókarspjall er frekar eins og að sitja í heita pottinum þar sem umræðan fer úr einu í annað, nýr pottormur kemur inn í samræður um t.d. rekstur bankanna og segir "já eins og fiskbúðin í hverfinu mínu, er aldrei með gullfiska" eða eitthvað sem tengist umræðunni ekki neitt.
Við þurfum 'kork' þar sem tilkyningar og fréttir eru settar á með "teiknibólum", við þurfum fréttablað þar sem skemmtilegar frásagnir og myndir birtast, við þurfum smáauglýsingar fyrir vörur en einnig með leit að róðrarfélaga. Svo þurfum við efnisþræði þar sem reynsla og þekking annarra kemur okkur til hjálpar varðarndi búnað, tækni, verkkunnáttu og fleira. Þetta efni þarf að vera auðvelt til að leita í og sjá gömul svör og setja inn nýjar spurningar. Ég kann ekki vel á Facebók en ég sé ekki fyrir mér að hún henti fyrir efnislega umræðu.