Aðalfundur

22 feb 2019 22:01 #1 by SPerla
Replied by SPerla on topic Aðalfundur
Er skýrsla stjórnar komin inn á vefinn?? Sá bara skýrslur nefnda og já ég loggaði mig inn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 feb 2019 16:06 - 22 feb 2019 16:08 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Aðalfundur
Um leið og ég býð nýjan formann og stjórnarfólk velkomin og óska þeim hins besta vil ég þakk Andra formennsku s.l. 3ja ára.

Hann kom mér af stað í íþróttaþjálfaranámskeiðin hjá ÍSÍ - hann stóð fyrir róðri úr Þórsmörk til Vestmannaeyja, sem ég tel merkilegt frumkvæði og ekki á hvers manns færi. Hann hefur einnig verið meðvitaður um framkvæmdir og skipulag sem gætii ógnað frelsi og róðrasvæði okkar kajakræðara eins og virkun Tungufljóts og framkvæmd friðunar Akureyjar (Lundeyjar ?). Þetta er einmitt svið sem ég og flestir aðrir átta mig alltaf of seint á og vita ekkert um hvar eitthvað er í umsagnarferli.

Læt ég lokið þessu lofi en vona við eigum eftir að róa mikið saman og gera eitthvað gagnlegt fyri klúbbinn og róðragreinina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 feb 2019 13:18 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Aðalfundur
Skýrslur nefnda og skýrsla stjórnar vegna starfsársins 2018 eru komnar í Skjalasafnið .

Skýrslur nefnda eru aðgengilegar öllum, en skýrslur stjórnar sem og fundargerðir stjórnarfunda eru aðgengilegar þeim sem logga sig inn á vefinn.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 feb 2019 19:45 #4 by Andri
Aðalfundur was created by Andri
Kæru félagar,
Vænti þess að sjá sem flesta félagsmenn á aðalfundi sem auglýstur hefur verið 21.feb. Í þetta skiptið verða breytingar á stjórn þar sem að ég og Sveinn Axel höfum ákveðið að hætta en báðir höfum við verið í stjórn klúbbsins í allnokkur ár. Aðalfundur mun þ.a.l þurfa að kjósa nýjan formann og ný stjórn að tilnefna nýjan ritara á sínum fyrsta fundi. Þessu til viðbótar hefur borist ein tillaga um lagabreytingu sem kosið verður um í dagskrárlið 7 og stjórn leggur fram tillögu til að bera undir athvæði í 8.dagskrárlið. Vill kynna þessar tillögur nú til að félagsmenn fái umhugsunartíma.

Lagabreytingatillagan felst í að „straumkayaknefnd bætist í upptalningu yfir nefndir félagsins í 11.gr sem er svohljóðandi í núverandi lögum:

Stjórn félagsins skipar í nefndir eftir þörfum. Þær helstu eru húsnæðisnefnd, ferðanefnd, fræðslunefnd, keppnisnefnd og sundlaugarnefnd. Nefndir starfa sjálfstætt á sínu sviði en gefa skýrslur til stjórnar. Allar ákvarðanir nefnda sem fela í sér stefnubreytingar eða fjárhagslegar skuldbindingar fyrir félagið skulu lagðar fyrir stjórn til samþykktar. Nefndir skulu velja sér formann sem er tengiliður nefndarinnar við stjórn félagsins. Nefndir halda fundargerðir og skila starfsskýrslu til stjórnar í lok starfsárs eins og við á.

En verður eftir þá breytingu sem kosið verður um:

Stjórn félagsins skipar í nefndir eftir þörfum. Þær helstu eru húsnæðisnefnd, ferðanefnd, fræðslunefnd, keppnisnefnd, straumkayaknefnd og sundlaugarnefnd. Nefndir starfa sjálfstætt á sínu sviði en gefa skýrslur til stjórnar. Allar ákvarðanir nefnda sem fela í sér stefnubreytingar eða fjárhagslegar skuldbindingar fyrir félagið skulu lagðar fyrir stjórn til samþykktar. Nefndir skulu velja sér formann sem er tengiliður nefndarinnar við stjórn félagsins. Nefndir halda fundargerðir og skila starfsskýrslu til stjórnar í lok starfsárs eins og við á.

Tillagan sem borin verður undir atkvæði í 8. dagskrárlið aðalfundar er að Kayakklúbburinn hætti að halda stigakeppnir sem telja til Íslandsmeistara og hætti að tilnefna fulltrúa í kjör um „íþróttamann ársins“. Þess í stað verði það í verkahring keppnisnefndar að skipuleggja og halda keppnir fyrir félagsmenn og keppnir í samstarfi við önnur félög.

Það hefur verið afar ánægjulegt að sitja í stjórn klúbbsins og gegna hlutverki formanns en ég þarf að jafna aðeins hlutföll milli vinnu, fjölskyldu, tómstunda og félagsstarfa. Sjáumst vonandi sem flest í Þorraróðri á laugardaginn og íðan á aðalfundi

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum