Kæru félagar,
Vænti þess að sjá sem flesta félagsmenn á aðalfundi sem auglýstur hefur verið 21.feb. Í þetta skiptið verða breytingar á stjórn þar sem að ég og Sveinn Axel höfum ákveðið að hætta en báðir höfum við verið í stjórn klúbbsins í allnokkur ár. Aðalfundur mun þ.a.l þurfa að kjósa nýjan formann og ný stjórn að tilnefna nýjan ritara á sínum fyrsta fundi. Þessu til viðbótar hefur borist ein tillaga um lagabreytingu sem kosið verður um í dagskrárlið 7 og stjórn leggur fram tillögu til að bera undir athvæði í 8.dagskrárlið. Vill kynna þessar tillögur nú til að félagsmenn fái umhugsunartíma.
Lagabreytingatillagan felst í að „straumkayaknefnd bætist í upptalningu yfir nefndir félagsins í 11.gr sem er svohljóðandi í núverandi lögum:
Stjórn félagsins skipar í nefndir eftir þörfum. Þær helstu eru húsnæðisnefnd, ferðanefnd, fræðslunefnd, keppnisnefnd og sundlaugarnefnd. Nefndir starfa sjálfstætt á sínu sviði en gefa skýrslur til stjórnar. Allar ákvarðanir nefnda sem fela í sér stefnubreytingar eða fjárhagslegar skuldbindingar fyrir félagið skulu lagðar fyrir stjórn til samþykktar. Nefndir skulu velja sér formann sem er tengiliður nefndarinnar við stjórn félagsins. Nefndir halda fundargerðir og skila starfsskýrslu til stjórnar í lok starfsárs eins og við á.
En verður eftir þá breytingu sem kosið verður um:
Stjórn félagsins skipar í nefndir eftir þörfum. Þær helstu eru húsnæðisnefnd, ferðanefnd, fræðslunefnd, keppnisnefnd, straumkayaknefnd og sundlaugarnefnd. Nefndir starfa sjálfstætt á sínu sviði en gefa skýrslur til stjórnar. Allar ákvarðanir nefnda sem fela í sér stefnubreytingar eða fjárhagslegar skuldbindingar fyrir félagið skulu lagðar fyrir stjórn til samþykktar. Nefndir skulu velja sér formann sem er tengiliður nefndarinnar við stjórn félagsins. Nefndir halda fundargerðir og skila starfsskýrslu til stjórnar í lok starfsárs eins og við á.
Tillagan sem borin verður undir atkvæði í 8. dagskrárlið aðalfundar er að Kayakklúbburinn hætti að halda stigakeppnir sem telja til Íslandsmeistara og hætti að tilnefna fulltrúa í kjör um „íþróttamann ársins“. Þess í stað verði það í verkahring keppnisnefndar að skipuleggja og halda keppnir fyrir félagsmenn og keppnir í samstarfi við önnur félög.
Það hefur verið afar ánægjulegt að sitja í stjórn klúbbsins og gegna hlutverki formanns en ég þarf að jafna aðeins hlutföll milli vinnu, fjölskyldu, tómstunda og félagsstarfa. Sjáumst vonandi sem flest í Þorraróðri á laugardaginn og íðan á aðalfundi
Kv,
Andri