Það eru greinilega mikli kayakfræði í gangi .
Fyrir tæpum 20 árum keypti ég mér kayak og byrjaði strax róðra. Fyrst þegar ég settist upp í gripinn- valt hann með mig á hliðina í fjörunni. Það fall hefur orðið fararheill - því ekki hefur hann hent mér öfugt út allan samveru tímann á sjó - stundum í ólátum miklum og við höfum ferðast saman um 8000 km. hér og þar. Það eina sem var í boði í upphafi var 1 dags námskeið í Nauthólsvík þar sem bókleg fræði voru kennd fyrir hádegi og síðan verklegt á sjó eftir hádegi. Ýmis triks voru kennd og skýrð -m.a félagabjörgun og eitt skipti dugði til fullnaðarprófs. Síðan var bara róið á djúpið og reynslu safnað í sarpinn.
Þar sem ég ólst upp við sjósókn á árabátum með smá mótor við fiskveiðar-sótti fljótt í það far við kayakróðrana-lengi býr að fyrstu gerð.
Við árabátasjósóknina voru engar öryggisgræjur. Ekkert akkeri, enginn kompás ,engin sími eða talstöð,enginn hlífðarbúnaður utan gúmmístígvél- ekki björgunarvesti - ekkert.
Nú er öldin önnur. Nú er farið á sjó með GPS tæki með sjókorti, dýptarmæli með GPS tækni,talstöð, sími, flotvesti,hlýr búningur og akkeri með 50 m taug-gott ef mótor bilar og menn halda sér góðri líkamlegri þjálfun sem er í raun lykilatriði -að hafa þrek og liðleika.
Nú er ég að hugsa um að hreyfa Hassle Explorer með vorinu og róa í sumar - væntanlega með gömlum róðrarfélögum frá fyrri tíð..
Kannski þarf maður lítilsháttar endurmenntun