Námsefni og færni - EPP staðlar

20 feb 2019 16:14 #1 by Sævar H.
Já, það hefur verið svipuð smíðin hjá okkur Friðgeiri Grímssyni og mér um fermingu. Trégrind og gamalt segl strengt og neglt utanum með "blásaum" -síðan tjargað eða málað. Ég var á þessu á Viðeyjarsundi og Elliðaárvogi - sumarlangt- svo var gripnum stolið. Engan átti ég bróðirinn til að upplifa ævintýrið. En eflaust hefur hann pabbi þinn lært sitthvað af þessu og eflst. Hann varð síðar Öryggismálastjóri ríkisins. Ógleymanlegur maður Friðgeir Grímsson :)
En það hefur lengst af verið þannig hjá mér- að þjálfa mig sjálfur og kíkja eftir fræðum hér og þar sem ég hef talið til bóta. Ég ætlaði einu sinni að efla kunnáttu mína við skautaiðkun og lá yfir fræðum sumarlangt. Og þegar frysti og skautasvell mynduðust átti nú aldeilis að sýna kúnstina--- ég féll ærlega á rassgatið sem aldrei fyrr.
Henti fræðunum og þjálfaði eigin list og var sáttur. ;)
Svona um 2011 var ég -að eigin mati á toppnum- við kayakmennskuna. Hef litlu bætt við síðan.
En nú eftir um 1árs hlé hef ég hug á að viðhalda kunnáttunni minni . Þó ég verði 81 árs á árinu er ég í mjög góðu formi- enda þjálfa ég vel flesta daga -allskonar :P
En núna fara fiskveiðar mínar að byrja til að safna í frystinn- til ársins . Svo kemur vorið og sumarið - þá er notalegt að róa kayak-
þegar viðrar :laugh:

Kayak kvöldvaka í Brokey 2006
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2019 23:23 - 19 feb 2019 23:26 #2 by Gíslihf
Já og pabbi minn sem þú þekktir smíðaði sinn sjókeip sjálfur úr afgangs timbri með tjörguðum striga og fór út í Engey. Komst reyndar naumlega til baka með litla bróður, en mannopið var nógu stórt fyrir einn 14 ára og einn 4ra ára. Engin svunta og ágjöf í strengnum út úr Hvalfirði hefði hæglega geta fyllt kajak með engu lokuðu hólfi. Svo voru það Nigel Foster og Geoff Hunter sem reru umhverfis landið 1977 með einfaldan búnað en kláruðu það. Aðalmálið er að njóta þess að vera á sjó og koma heill heim.

Það má taka fjallgöngur til samanburðar. Ég fór einn á Esjuna frá unga aldri margar leiðir upp sem mér þóttu skemmtilegar. Þá var enginn slóði eða skógur í hlíðinni, bara mói, skriður og klettabelti. Síðar á fullorðinsárum fór ég upp á Esju við Móskarðshnúka og ætlaði niður þar sem flestir ganga nú, en sá vart niður fyrir mig í svartaþoku og lenti NV í Kistufellinu í niðurferð. Þegar fílar og hrafnar voru farnir að hanga í uppstreyminu 2-3 m frá mér áttaði ég mig og sneri aftur upp. Aldrei hefði mér dottið í hug að fara á námskeið - en nú er FÍ, Vilborg Arna, Tómas Guðbjarts og fleiri með fjallgöngunámskeið og eru þau vel sótt.

PS: Það verður gaman að hitta þig og Hasselinn í vor :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2019 22:22 - 19 feb 2019 22:24 #3 by Sævar H.
Það eru greinilega mikli kayakfræði í gangi .
Fyrir tæpum 20 árum keypti ég mér kayak og byrjaði strax róðra. Fyrst þegar ég settist upp í gripinn- valt hann með mig á hliðina í fjörunni. Það fall hefur orðið fararheill - því ekki hefur hann hent mér öfugt út allan samveru tímann á sjó - stundum í ólátum miklum og við höfum ferðast saman um 8000 km. hér og þar. Það eina sem var í boði í upphafi var 1 dags námskeið í Nauthólsvík þar sem bókleg fræði voru kennd fyrir hádegi og síðan verklegt á sjó eftir hádegi. Ýmis triks voru kennd og skýrð -m.a félagabjörgun og eitt skipti dugði til fullnaðarprófs. Síðan var bara róið á djúpið og reynslu safnað í sarpinn.
Þar sem ég ólst upp við sjósókn á árabátum með smá mótor við fiskveiðar-sótti fljótt í það far við kayakróðrana-lengi býr að fyrstu gerð.
Við árabátasjósóknina voru engar öryggisgræjur. Ekkert akkeri, enginn kompás ,engin sími eða talstöð,enginn hlífðarbúnaður utan gúmmístígvél- ekki björgunarvesti - ekkert.
Nú er öldin önnur. Nú er farið á sjó með GPS tæki með sjókorti, dýptarmæli með GPS tækni,talstöð, sími, flotvesti,hlýr búningur og akkeri með 50 m taug-gott ef mótor bilar og menn halda sér góðri líkamlegri þjálfun sem er í raun lykilatriði -að hafa þrek og liðleika.
Nú er ég að hugsa um að hreyfa Hassle Explorer með vorinu og róa í sumar - væntanlega með gömlum róðrarfélögum frá fyrri tíð..
Kannski þarf maður lítilsháttar endurmenntun :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2019 20:53 - 19 feb 2019 20:55 #4 by Gíslihf
Frábært Örlygur og Hörður - gott teymi ! Við skoðum þetta fljótlega eftir aðalfundinn. Dropbox er að bjóða nýtt samstarfsverkfæri sem þeir kalla 'Dropbox Paper' sem gæti nýst okkur, eða bara eitthvað gamalt og gott.

Svo skilst mér að eigi að fá nefnd um strauminn - þá er rétt að upplýsa að EPP-staðlarnir eru að sjálfsögðu með skilgreindar kröfur fyrir straumróður líka. Allt frá stigi 1 - 5 það er gulur upp í svartan straumræðara :ohmy:

Það væri því fínt er einhver úr hópi þeirra mundi líta á þann hlutann.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2019 15:08 #5 by Hordurk
Ég er til í að skoða þetta með þér,

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2019 20:43 #6 by Orsi
Hver vill skoða þetta með þér?

Þú getur treyst á mig góði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2019 18:19 - 18 feb 2019 18:35 #7 by Gíslihf
Kajakskólinn hefur verið með námskeið s.l. 3 ár fyrir byrjendur, framhaldsnámskeið og þjálfun fyrir BC 3*. Áður hafa Magnús Sigurjónsson og aðrir með honum verið með byrjendanámskeið, áratækni og veltunámskeið auk þjálfunar um árið fyrir 4*. Allt hefur þetta átt viðmiðun í breska kerfinu BC (áður BCU). Þjálfun leiðsögumanna í ferðaþjónustu er svo unnin eftir ISKGA kerfinu, sem Maggi hefur notað fyrir nemendur í Keili.
Kanó- og kajaksambönd nágrannaþjóða okkar í Evrópu hafa komið sér saman um námsefni og kröfur og sett efnið niður í svonenfnda EPP-staðla, sem allir fara eftir, en námskeið og kröfur til kennara getur hvert land haft með sínu sniði, bara ef þau skila ræðurum með sambærilega færni. (EPP = Euro Paddle Pass).

Mitt mat er að EPP henti best fyrir okkur í Kayakklúbbnum, það er fyrir ræðara sem leggja áherslu á eigin færni og öryggi félaga í náttúruskoðun, sumarferðum, útivist, þjálfun og líkamsrækt. Ég er með stórt skjal með þessum EPP-gögnum og ætla að miða við kröfurnar þar í námskeiðum Kajakskólans 2019. Þetta er tilraunaverkefni sem stjórn Kajakklúbbsins veit um og ég hef rætt við Siglingasambandið.

Nú væri frábært að snúa hluta þessa efnis á íslensku (úr ensku), sem væri þá aðgengilegt félögum og fólki sem kæmi á námskeið. Þægilegt er að vinna svona saman gegnum GoogleDocs/Drive eða t.d. DropBox. Hver vill skoða þetta með mér?

Ræða málið og svara hér eða hafa samband: 822-0536 kajakskolinn hj@ simnet.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum