Það er ekki slæmt að vera kominn á kortið hjá Bretanum. Þetta er svo sem ekki merkilegur listinn hjá mér, en vonandi bætist við hann síðar:
www.britishcanoeing.org.uk/coaching-lead...noeing-international
Þetta gerist mátulega um sama leyti og ég er farinn að horfa meira til evrópska kerfisins EPP
Ég hafði gaman að því að sjá gamlan kunningja á kortinu, það er efsta merkið á Sviss, já sjókajakkennsla í Sviss
Þetta er hann Rene sem við Pétur Hill lentum á kanónámskeiði með hjá Tom Thomas í maí 2012 í Anglesey. Hann var með ítölskum nemanda í kanó og kenndi hnum alltaf um þegar stefnan var ekki í lagi. Við Pétur kenndum svo hvor öðrum um, enda báðir byrjendur.
Það var annars mynd úr búðinni hans Rene sem ég ætlaði að vekja athygli á, víðmynd sem sést á vefsíðu hans
www.seekajak.ch/ - kajakinn sem þú ert að skoða getur verið á floti í lítilli laug, það væri hægt að setjast í hann og finna stöðugleikann og prófa veltuna. Bara smá ábending fyrir GG :)