Kominn á BC-kortið

21 feb 2019 19:02 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Kominn á BC-kortið
Til hamingju Gísli, það eru mörg námskeiðin og prófin sem þarf að klára til að landa þessu.
Það er svo vonandi að nýliðarnir og lengra komnir verði duglegir að sækja námskeiðin í www.kajakskolinn.is og skili sér í klúbbinn til okkar.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 feb 2019 16:45 #2 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Kominn á BC-kortið
Frábært Gísli til hamingju.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 feb 2019 08:25 #3 by Larus
Replied by Larus on topic Kominn á BC-kortið
til hamingju með þetta Gísli
mjög flott hjá þér .

kv
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 feb 2019 10:25 - 20 feb 2019 12:21 #4 by Gíslihf
Það er ekki slæmt að vera kominn á kortið hjá Bretanum. Þetta er svo sem ekki merkilegur listinn hjá mér, en vonandi bætist við hann síðar:

www.britishcanoeing.org.uk/coaching-lead...noeing-international

Þetta gerist mátulega um sama leyti og ég er farinn að horfa meira til evrópska kerfisins EPP ;)

Ég hafði gaman að því að sjá gamlan kunningja á kortinu, það er efsta merkið á Sviss, já sjókajakkennsla í Sviss :lol:
Þetta er hann Rene sem við Pétur Hill lentum á kanónámskeiði með hjá Tom Thomas í maí 2012 í Anglesey. Hann var með ítölskum nemanda í kanó og kenndi hnum alltaf um þegar stefnan var ekki í lagi. Við Pétur kenndum svo hvor öðrum um, enda báðir byrjendur.
Það var annars mynd úr búðinni hans Rene sem ég ætlaði að vekja athygli á, víðmynd sem sést á vefsíðu hans www.seekajak.ch/ - kajakinn sem þú ert að skoða getur verið á floti í lítilli laug, það væri hægt að setjast í hann og finna stöðugleikann og prófa veltuna. Bara smá ábending fyrir GG :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum