Svona í tilefni af aðalfundinum í dag kemur í hugann minning frá hastinu 2011.
Við vorum þá nokkrir að reyna við prófið í 4 stjörnum fyrir sjókajak. Ef ég man rétt var það Simon og einhver með honum, hugsanlega Maggi, sem ákváðu að leggja fyrir okkur þraut. Einmitt þarna var Páll R. að leika róðrastjóra (group leader), þeir tóku lokið af afturlestinni hjá Rabba svo lítið bar á og létu sjó renna inn í hana. Það var rekið upp óp og Páll Reynisson bar ábyrgð á að leysa málið. Ég var hans aðstoðarmaður og við rerum á fullu til Rabba sem svamlaði í sjónum við hlið kajaks síns, sem nú var farinn að reisa stefnið upp í loftið.
Við fundum í "bónuspoka" og ól í dóti okkar, hjálpuðumst við að hella úr afturlestinni og dæla hana þurra, strekktum plastpokann yfir opið og fórum svo að huga að Rabba. Það var nú málið
Rabbi var svo mikill jaxl og lét okkur líka finna fyrir því, þannig að okkur þótti hann vel geymdur á floti í sjónum þarna einhvers staðar. Hann var hraustur og vel gallaður og átti hreint ekki skilið að við værum að stumra sérstaklega yfir honum. Þegar hann var svo að lokum sestur undir ár vorum við hreyknir af vel leystu verki og litum brosandi á kennarann. Hann brosti ekki - og ég held Páll hafi fengið stórt svart merki fyrir þennan lið.
Ástæðan: Já - það á víst að vera forgangsmál að koma fórnarlambi hlið snarasta upp úr sjónum - sama þó það sé Rabbi
Þetta var auðvitað mér og Rabba að kenna, en Páll Reynisson fékk svo að taka afleiðingunum
PS: Þegar frá líður verða þetta allt góðar minningar.