Gagnleg æfing. Fjöldinn var um 10. Ég tók að mér þjálfarahlutverkið og fékk Indriða til aðstoðar - mest allt við sundlaugarbakkann, brúin var biluð eins og oftar og ekkert grunnsvæði. Heiti potturinn var aftur á móti í lagi
Marteinn straumræðari var líka mest að leiðbeina. Ekki veitir af þegar fólk er að læra veltuna, þá er ekki gott að vera með nema 2 á hvern sem er að segja til. Þeir sem eru komnir áleiðis geta svo hjálpast að og er nóg að líta á þá af og til.
Enginn var með eiginn bát nema Indriði og skástu kajakarnir sóttir í kjallarann. Árar er þar fáar góðar, margar með 90° snúningi sem við notum ekki lengur og aðrar skemmdar. Það má nota þess kajaka en þó er margt brotið og betra að vera ekki berleggjaður.
Ég var með 5 svuntur frá Kajakskólanum og þær fóru allar í notkun, það fannst varla nokkur svunta niðri sem hægt var að nota, flestar of litlar á mannnopin eða ónýtar. Það væri gott ef ný stjórn mundi skoða málið, það að koma nýjum ræðurum í gang er mikilvægt mál og ef það er ekki gert leggst klúbburinn niður á 10 árum. Sá sem efast um þessa staðhæfingu ætti að telja upp hve margir eru virkir nú sem voru með okkur veturinn 2008-9, þegar ég var að æfa með góðum félögum fyrir hringróðuinn.